Lög og regla

Fréttamynd

Og fjarskipti gæti jafnræðis

Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði í gær að Og fjarskiptum bæri að gæta jafnræðis í verði á samtengigjöldum á milli eigin deilda, Símans og erlendra fjarskiptafyrirtækja. Samtengigjöld eru gjöld sem fyrirtæki greiða hvert öðru fyrir að ljúka símtölum í þeirra kerfi.

Innlent
Fréttamynd

Fann hassmola á víðavangi

Komið er í ljós að torkennilegur moli, sem átta ára drengur í Keflavík fann á víðavangi í fyrradag, er hass. Molinn var vafinn í umbúðafilmu og fannst móður drengsins hann eitthvað torkennilegur og fór með hann til lögreglu. Hann reyndist tæp fimm grömm að þyngd.

Innlent
Fréttamynd

Landssímamálið aftur í dóm

Hæstiréttur tekur Landssímamálið fyrir í dag. Ríkissaksóknari sagði fyrir héraðsdómi að vörn þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar í Landssímamálinu væri ótrúverðug. Þeir byggðu upp viðskiptaveldi á viðskiptaþekkingu sinni úr Verzlunarskólanum og undruðust ekki er fé streymdi úr sjóðum Símans án allra ábyrgða og undirskrifta.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að feta í fótspor Fischers

Japanskur karlmaður, sem er veill á geðsmunum, reyndi fyrir skömmu að fá íslenskan ríkisborgararétt við komu sína til landsins og vísaði til þess að Bobby Fischer hefði fengið slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Féll illa á sorptunnu

Alvarlegt vinnuslys varð við Hlíðarhjalla í Kópavogi rétt fyrir hádegi í dag. Karlmaður, sem starfar fyrir gámafyrirtækið Sorpu, var að draga sorpílát upp tröppur þegar hann missti jafnvægið og féll aftur fyrir sig og lenti á ílátinu. Að sögn lögreglunnar er talið að maðurinn hafi brákast á hrygg en meiðsli hans eru þó ekki ljós á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Fimm handteknir fyrir innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók samtals fimm innbrotsþjófa í tengslum við tvö innbrot í nótt þar sem þeir reyndu að stela verðmætum fyrir hundruð þúsunda króna.

Innlent
Fréttamynd

Annasamt hjá lögreglu í Kópavogi

Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni í Kópavogi í allan dag. Nú rétt fyrir klukkan fimm höfðu fjórir árekstrar orðið í bænum en engin slys urðu á fólki. Þá hefur vel á annan tug ökumanna verið stöðvaður vegna hraðaksturs að sögn lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bíða dóms í Þýskalandi

Íslendingarnir tveir sem handteknir voru með mikið magn fíkniefna um borð í Hauki ÍS við leit tollayfirvalda í Bremerhaven í byrjun janúar bíða nú dóms í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði bótakröfu vegna afsagnar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið af rúmlega þrettán milljóna króna kröfu Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en hún taldi sig hafa verið neydda til að segja af sér.

Innlent
Fréttamynd

Ekki þvinguð til uppsagnar

Íslenska ríkið var í gær sýknað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af bótakröfum Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, en hún fór fram á rúmar þrettán milljónir króna fyrir töpuð laun og miskabætur vegna missis þeirrar stöðu sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að reisa nýtt fangelsi

Fangavarðafélag Íslands skorar á stjórnvöld að standa við áform um byggingu nýs fangelsis sem koma á í staðinn fyrir bæði Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið að Kópavogsbraut 17.

Innlent
Fréttamynd

Erill hjá lögreglu

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og var mikil ölvun í miðbænum og heimahúsum. Sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Á slysavarðstofu Landspítala - Háskólasjúkrahúss var einnig talsvert að gera en að sögn vakthafandi læknis var enginn fluttur þangað alvarlega slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Bíll endaði inni í garði

Fólksbíll endaði inni í garði húseiganda í Kópavogi rétt upp úr hádegi eftir að hafa keyrt aftan á jeppabifreið á ofsahraða. Ökumaður fólksbílsins slasaðist og var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru talin minniháttar. Þrír voru í jeppanum og sluppu þeir ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Bíll hafnaði í húsagarði

Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi laust eftir hádegi í gær með þeim afleiðingum að annar ökumannanna missti stjórn á bifreið sinni, sem þá rakst utan í nærliggjandi bíla áður en hún valt sjálf harkalega og hafnaði ofan í húsagarði við íbúðarhús á Ásbraut í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 162 km hraða

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ungan ökumann á 162 kílómetra hraða á Norðurlandsvegi í gærkvöldi en alls stöðvaði hún fimmtán ökumenn vegna hraðaksturs á þremur klukkustundum. Flestir voru á 105-110 kílómetra hraða en nokkrir á yfir 120.

Innlent
Fréttamynd

Bóndinn ábyrgur fyrir kindinni

Héraðsdómur Reykjavíkur gerði með dómi sínum í gær bónda ábyrgan fyrir kind sem slapp upp á þjóðveg og olli tjóni á bíl sem ók á hana. Lausaganga búfjár er bönnuð þar sem atvikið varð og er bóndinn talinn bera ábyrgð á því að hún slapp upp á veg.

Innlent
Fréttamynd

Umferðaróhöppum fækkar lítið

Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður.

Innlent
Fréttamynd

Undir áhrifum í bíltúr á Laugavegi

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt og reyndist hann nær alveg út úr heiminum af áfengis- og vímuefnaneyslu. Vegfarendur um Laugaveg gerðu lögreglunni viðvart um skrykkjótt og stórhættulegt aksturslag mannsins niður Laugaveginn en þar ók hann meðal annars utan í bíl.

Innlent
Fréttamynd

Færri slasast í umferðinni

Slösuðum í umferðinni hefur fækkað um rúmlega 50 prósent á síðustu 10 árum. Þetta kemur fram í Skýrslu um umferðarslys árið 2004 sem kynnt var í morgun. Þar kemur fram að í fyrra slösuðust 115 manns alvarlega í umferðarslysum en árið á undan slösuðust 145 alvarlega. Alls létust 23 í umferðarslysum í fyrra og er það sami fjöldi og lést árið áður.

Innlent
Fréttamynd

Tæp hálf milljón vegna móðurmissis

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða systkinum tæplega hálfa milljón króna í bætur vegna andláts móður þeirra, sem lést af völdum læknamistaka.

Innlent
Fréttamynd

Vill sakaruppgjöf vegna mismununar

Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir fíkniefnabrot og stuld

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega þrítuga konu í 14 mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnabrot og þjófnað í nóvember í Reykjavík í fyrra. 0,07 grömm af amfetamíni fundust í fórum konunnar við leit en hún sagðist ekki hafa vitað af efninu þar sem vinkona hennar hefði lánað henni buxurnar sem hún væri í. Hún gat hins vegar ekki nafngreint vinkonu sína og þótti héraðsdómi skýring hennar ekki trúverðug.

Innlent
Fréttamynd

Féll þrjá metra í körfu

Vinnuslys varð í fyrirtækinu Gúmmívinnslunni á Akureyri um klukkan tvö í dag þegar maður féll rúmlega þrjá metra niður í svokallaðri mannkörfu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru meiðsli mannsins enn óljós en hann var fluttur á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán mánaða fangelsisdómur

Kona var í gær dæmd til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot og þjófnað en brotaferill viðkomandi er langur og útskýrir það lengd dómsins. Dómurinn frestaði þó fullnustu tólf af þeim fjórtán mánuðum sem dómurinn hljóðaði upp á haldi viðkomandi skilorð næstu þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Lítið heillegt eftir bruna

Nánast ekkert heillegt var að finna í íbúðinni sem brann við Rósarima í gær. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá eldavélarhellu.

Innlent
Fréttamynd

Óku saman í Ljósavatnsskarði

Tvennt var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla í Ljósavatnsskarði til móts við Stóru-Tjarnir í dag. Jeppi og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins og farþegi í jeppabifreiðinni slösuðust. Fólkið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en ekki er talið að það sé alvarlega slasað.

Innlent
Fréttamynd

Ákæruvaldið snuprað í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjaness gagnrýnir málatilbúnað ákæruvaldsins í dómi yfir tvítugri konu sem fundin var sek í morgun fyrir þjófnað og gripdeildir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Hún hafði áður hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness 2003 og 2004 og verið dæmd í samanlagt 28 mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir hafnfirskri konu

Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir 54 ára gamalli konu, Áslaugu Eddu Bergsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardagskvöldið að hún var heima hjá sér í Hafnarfirði. Hún er 170 sentímetrar á hæð, þéttvaxin með stutt skollitað hár og notar gleraugu. Engar vísbendingar eru um ferðir hennar og leit með sporhundum í gær bar ekki árangur.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu skíðamönnum úr lífsháska

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna kom með tvo skíðamenn til Reykjavíkur í morgun sem þeir höfðu bjargað úr lífsháska við Hlöðufell á hálendinu í morgunsárið.

Innlent
Fréttamynd

Lá við stórslysi

Litlu munaði að illa færi að mati lögreglunnar þegar stór þungaflutningabíll lenti aftan á kyrrstæðum lögreglubíl í Kömbunum á Hellisheiði í gærmorgun. Var lögreglan þar við skýrslutöku af ökumönnum þriggja bíla sem aður höfðu lent í árekstri.

Innlent