Innlent

Fimm handteknir fyrir innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók samtals fimm innbrotsþjófa í tengslum við tvö innbrot í nótt þar sem þeir reyndu að stela verðmætum fyrir hundruð þúsunda króna. Laust eftir miðnætti heyrðu tveir lögreglumenn, sem voru nýkomnir af vakt, hvar rúða var brotin í verslun í grenndinni. Þeir hlupu tvo menn uppi og sá þriðji náðist þar nokkru frá. Þeir voru búnir að koma undan stafrænum myndavélum, þremur fartölvum og lófatölvum en gátu vísað á þýfið. Þá var brotist inn í leikskóla í Breiðholti og í inn í leikskóla, fyrirtæki og grunnskóla í Mosfellsbæ. Þar var einn þjófur gómaður á vettangi undir morgun þar sem hann hafði safnað ýmsu saman sem hann ætlaði að hafa á brott með sér. Annar var handtekinn fyrir utan skólann þar sem hann beið í bíl. Þeir tveir eru grunaðir um innbrotin í fyrirtækið og leikskólana líka. Báðir eiga þeir langan afbrotaferil að baki, meðal annars innbrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×