Innlent

Og fjarskipti gæti jafnræðis

Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði í gær að Og fjarskiptum bæri að gæta jafnræðis í verði á samtengigjöldum á milli eigin deilda, Símans og erlendra fjarskiptafyrirtækja. Samtengigjöld eru gjöld sem fyrirtæki greiða hvert öðru fyrir að ljúka símtölum í þeirra kerfi. Í tilkynningu frá Símanum segir að Og fjarskipti hafi fram að þessu mismunað fyrirtækjum í verðlagningu inn í farsímanet sitt með þeim hætti að verðlagning til Símans er önnur og hærri en verðlagning til annarra deilda Og fjarskipta og erlendra fjarskiptafyrirtækja. Og fjarskiptum er gefinn 30 daga frestur til að sýna fram á með fullnægjandi gögnum að fyrirtækið mismuni ekki öðrum fjarskiptafyrirtækjum í samanburði við fastanet fyrirtækisins. Að öðrum kosti muni Póst- og fjarskiptastofnun grípa til viðeigandi ráðstafana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×