Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 17:27 Guðrún og Áslaug Arna tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira