Innlent

Husky réðst á hrein­dýr, sem þurfti að af­lífa

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreindýrið mun hafa hlotið ljóta áverka.
Hreindýrið mun hafa hlotið ljóta áverka. Vísir/Vilhelm

Aflífa þurfti hreindýr nærri Höfn í Hornafirði á öðrum degi jól, eftir að Huskyhundur réðst á það. Eigandinn var áminntur vegna atviksins.

Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands, eins og bent er á í frétt Austurfréttar. Þar kemur fram að „eftir því sem næst verði komist“ hafi eigandi hundsins verið að viðra hann þegar hann réðst á hreindýrið og veitti því svo mikla áverka að það var aflífað samstundis.

Stofnstærð hreindýra hefur minnkað töluvert á undanförnum árum og ríkir mikil óvissa um af hverju. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða.

Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niður­greiða hreindýra­veiðar“

Sérfræðingar sem ræddu við Austurfrétt segjast ekki hafa heyrt af því að hundar hafi áður ráðist á hreindýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×