Skíðaíþróttir

Fréttamynd

Magnús Guðmundsson er látinn

Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hilmar Snær á sögulegt HM

Hilmar Snær Örvarsson verður eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í skíðaíþróttum sem sett verður í Lillehammer í Noregi á morgun.

Sport
Fréttamynd

Gekk á skíðum fyrir Ljósið og sló Ís­lands­­met

Velunnarar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, gengu samanlagt 2721 kílómetra á gönguskíðum í gærkvöldi og í gærnótt. Skíðagangan hófst við sólsetur klukkan 16 í gær og lauk átján tímum síðar, við sólarupprás í morgun. Gengið var upp í Bláfjöll og boðið var upp á kakó og bananabrauð fyrir þátttakendur.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar

Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni.

Sport
Fréttamynd

Sturla Snær eini sem komst á­fram

Í dag kláraðist undankeppni karla í svigi á HM í alpagreinum í Cortina á Ítalíu. Fjórir íslenskir karlar voru meðal þeirra tólf keppenda sem hófu leik í undankeppninni. Aðeins Sturla Snær Snorrason komst áfram.

Sport
Fréttamynd

109 starfsmenn greinst í hópsmiti á skíðasvæði

Hópsmit er komið upp á skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum en að minnsta kosti 109 starfsmenn hafa greinst með Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki um að ræða smit vegna samskipta við kúnna, heldur samgang utan vinnu og hópbúsetu.

Erlent