Segja hvítrússnesk stjórnvöld hafa eyðilagt Ólympíudrauminn fyrir þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlandi, vígalegur í íshokkígalla. getty/Mikhail Svetlov Tvær hvítrússneskar skíðagöngukonur segja að þeim hafi verið meinað að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að þær gagnrýndu stjórnvöld í heimalandinu. Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira