Sport

Mikaela jafnaði met Ingemar Stenmark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikaela Shiffrin fagnar sigri sínum um helgina.
Mikaela Shiffrin fagnar sigri sínum um helgina. AP/Robert F. Bukaty

Bandaríska skíðakonan frábæra Mikaela Shiffrin náði sögulegum sigri í hús um helgina þegar hún vann svigkeppni í heimsbikarnum.

Þetta var hennar 46. sigur á heimsbikarmóti í svigi og með því jafnaði hún 32 ára met sænska skíðakappans Ingemar Stenmark yfir flesta heimsbikarsigra í einni grein.

Ingemar Stenmark vann 46 heimsbikarmót i stórsvigi frá 1975 til 1989 en hann komst alls 72 sinnum á verðlaunapall í greininni. Stenmark var 32 ára gamall þegar hann vann síðasta stórsvigsmótið sitt í febrúar 1989.

Shiffrin vann þetta svigmót í Killington í Vermont fylki en þetta var fyrsta heimsbikarmótið í Norður-Ameríku í talsverðan tíma.

Hin 26 ára gamla Shiffrin kom 0,75 sekúndum á undan hinni slóvakísku Petru Vlhova í mark í seinni ferðinni eftir að hafa verið 0,20 sekúndum á eftir henni eftir fyrri ferðina.

Shiffrin hefur unnið allar svigkeppnirnar í Killington í gegnum tíðina en ekki var keppt þar í fyrra vegna kórónuveirunnar.

Shiffrin hefur ellefu sinnum orðið heimsmeistari þar af þrisvar sinnum í samanlögðu og sex sinnum í svigi. Húm vann fjóra heimsmeistaratitla árið 2019 en enga tvö síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×