Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 18:00 Alessandro Nesta hefur ekki tekist að fylgja góðum árangri fyrri þjálfara eftir. Marco Luzzani/Getty Images Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan. Ítalski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira
Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Sjá meira