Fótbolti

Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja at­hygli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hinn ungi Mussolini hefur verið fastamaður hjá liði Juve Stabia.
Hinn ungi Mussolini hefur verið fastamaður hjá liði Juve Stabia. Ivan Romano/Getty Images

Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli.

Mussolini er barnabarnabarn fasíska einvaldsins Benito Mussolini sem var forsætisráðherra Ítalíu frá 1922 til 1943 og einvaldur (i. duce) landsins til 1945, þegar hann var skotinn til bana.

Mussolini yngri er leikmaður Lazio í ítölsku höfuðborginni en stuðningsmenn þess liðs hafa iðulega verið dæmdir í bönn og félagið hlotið sektir vegna fasískra tilburða. Stuðningsmenn Juve Stabia, hvar Mussolini er á láni á yfirstandandi leiktíð, virðast hallir undir álíka skoðanir.

Eftir mark Mussolinis kölluðu stuðningsmenn Juve nafn kappans og reistu hendur upp í loft til að sýna fasistakveðju. Málið hefur eðlilega vakið athygli víða en óljóst er hvort einhverjir eftirmálar verði af því.

Myndskeið af kveðjunum má sjá í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Sungu fasistasöngva á öldurhúsi Hitlers

Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra.

Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna

Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær.

Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn

Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×