Erlent

Fréttamynd

Tata Steel býður í Corus

Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir hundrað sagðir slasaðir eftir lestarslys í Róm

Einn er nú sagður látinn og 110 slasaðir, þar af fimm mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Áreksturinn varð við lestarstöð í miðborg Rómar og var torg fyrir ofan stöðina girt af í kjölfar þess.

Erlent
Fréttamynd

Kvarta til siðanefndar vegna myndbirtingar Nyhedsavisen

Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur ákveðið að kvarta til siðanefndar danska blaðamannafélagsins vegna þess að Nyhedsavisen birti á dögunum myndir af fundi hreyfingarinnar þar sem félagar teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni.

Erlent
Fréttamynd

Nauðlenti á leið til Íslands

Þota frá norska flugfélaginu Braathens, sem var á leið frá Osló til Keflavíkur, nauðlenti í gær í Stafangri eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. 108 farþegar voru um borð í vélinni sem var af gerðinni Boeing 737.

Erlent
Fréttamynd

Enn hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíu létust í eldsvoða í námu í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa hneppt eigendur og stjórnendur námafyrirtækis í landinu í varðhald eftir að tíu manns létust í eldsvoða í námum fyrirtækisins. Stjórnvöld segja lélegt rafmagnskerfi orsök eldsvoðans.

Erlent
Fréttamynd

Sony innkallar eigin rafhlöður

Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrír Svíar létust í flugslysi við Svíþjóð

Þrír Svíar fórust þegar fjögurra sæta einkavél þeirra hrapaði í hafið um 30 kílómetra suðaustur af Trelleborg í gærkvöldi. Áhafnir á þyrlum frá Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð hafa fundið brak úr vélinni sem var á leið frá Berlín til Borås í Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Tveir látnir eftir lestarslys í Róm

Að minnsta kosti tveir eru látnir og um sextíu slasaðir, sumir mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Haft er eftir slökkviliði á staðnum að einhverjir séu enn fastir í flökunum neðanjarðar.

Erlent
Fréttamynd

Barn Madonnu komið til London

Þrettán mánaða malavískur drengur sem söngkonan Madonna vill ættleiða kom til Bretlands í morgun. Skiptar skoðanir hafa verið um ættleiðingu Madonnu á drengnum og hafa mannréttindasamtök í Malaví reynt að koma í veg fyrir að poppsöngkonan ættleiði drenginn.

Erlent
Fréttamynd

Rice á leið til Asíu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði í gær Norður-Kóreu við því að gera aðra kjarnorkutilraun. Hún sagði að litið yrði á aðra tilraun sem ögrun og að hún myndi dýpka einangrun Norður-Kóreu. Rice er nú á leið til Asíu til að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Rændi banka og bað um fangelsi

Maður á sextugsaldri í Ohio-ríki greip til nýstárlegs ráðs til að komast af þar til hann getur innheimt eftirlaun sín eftir nokkur ár. Hann gerði sér lítið fyrir og rændi banka. Hann rétti síðan öryggisverði í bankanum ránsfenginn og saman biðu þeir eftir lögreglunni.

Erlent
Fréttamynd

Sprungur komu í framrúðu

Sprungur komu í rúðu í glugga í stjórnklefa Boeing 737, vélar í eigu SAS, sem var á leið frá Ósló til Íslands í gærkvöldi, að sögn norska dagblaðsins VG. Flugmaðurinn ákvað að snúa við og fljúga til flugstöðvarinnar í Stafangri.

Erlent
Fréttamynd

Katsav kom ekki til þings

Lögreglan í Ísrael hefur lokið rannsókn á meintum kynferðisbrotum forseta landsins og mælir með því að formleg ákæra verði gefin út á hendur honum.

Erlent
Fréttamynd

Afsögn annars ráðherra

Menningarmálaráðherrann í tíu daga gamalli ríkis-stjórn Svíþjóðar sagði af sér í gær. Viðskiptaráðherrann sagði af sér á laugardag. Báðir úr Hægriflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Venesúela féll í fyrstu umferð

Hvorki Venesúela né Gvatemala fengu tilskilinn meirihluta tveggja þriðju hluta atkvæða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þegar gengið var til atkvæða í gær um fimm fulltrúa í öryggisráði SÞ.

Erlent
Fréttamynd

Í fallhlíf til Finnlands

Sovéski herinn sendi yfir eitt þúsund og fjögur hundruð njósnara til Finnlands í síðari heimsstyrjöldinni. Flestum þeirra, eða um eitt þúsund, var sleppt með fallhlíf yfir Finnlandi. Hinir voru sendir yfir landamærin eða með bát yfir vatnið Ladoga sem nú tilheyrir Rússlandi.

Erlent