Erlent

Þriðji sænski ráðherrann í fortíðarvanda

Enn einn sænskur ráðherra á nú undir högg að sækja vegna fortíðar sinnar. Að þessu sinni er það hinn nýi fjármálaráðherra landsins, Anders Borg. Fyrrverandi barnfóstra hans heldur því fram að hann hafi greitt henni svört laun fyrir að gæta sonar síns.

Barnfóstran, sem nú er 23 ára gömul segir að þegar hún var sextán ára hafi hún unnið fyrir ráðherrann upp í tvo og hálfan tíma á dag, nokkrum sinnum í viku. Hún hafi fengið borgað í reiðufé, og haft yfir tíuþúsund sænskar krónur á ári fyrir vinnu sína.

Samkvæmt sænskum lögum ber einstaklingum að greiða launatengd gjöld ef laun starfsmanns fara yfir tíu þúsund krónur. Borg segir að hann hafi talið sig fara að lögum þegar hann hafði stúlkuna í vinnu.

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort það telst fullnægjandi svar, eða hvort hann þarf að segja af sér eins og viðskiptaráðherrann og menntamálaráðherrann þurfu að gera, vegna sinnar fortíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×