Erlent

Breskar sveitir hverfa frá bæ í Helmand-héraði

Breskar hersveitir hafa dregið sig út úr bænum Musa Qala í Helmand-héraði í Afganistan þar sem hörð átök við uppreisnarmenn talibana hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Fram kemur á fréttavef BBC að þetta hafi verið gert til að gefa heimamönnum kost á að semja um frið við uppreisnarmennina og koma á lögum og reglu upp á eigin spýtur þar sem ekkert hefur verið barist í bænum í rúman mánuð. Róstursamt hefur verið í suður- og austurhluta Afganistans undanfarna mánuði og fjölmargir fallið í átökum uppreisnarmanna og hermanna á vegum afganskra stjórnvalda og NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×