Erlent

Hryðjuverkaárás æfð í Osló

Frá Osló
Frá Osló

Sírenur vældu í Osló, í morgun, þegar fram fór æfing í vörnum við árásum hryðjuverkamanna. Gengið var út frá því að hryðjuverkamenn hefðu gert árásir á þrem stöðum; lestarmiðstöðinni, strætisvagnamiðstöð og á fjölförnu torgi.

Til þess að gera æfinguna raunverulegri var fólk fengið til þess að leika slösuð og látin fórnarlömb, og aðrir léku ættingja og fréttamenn sem sóttu hart að yfirvöldum um svör við því hvað væri að gerast.

Yfirmaður almannavarna sagði að tilgangurinn væri sá að æfa og bæta getuna, á öllum sviðum, til þess að bregðast við alvarlegum hryðjuverkaárásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×