Erlent

Fréttamynd

Lágflug á helstu mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eitt reyklaust ár að baki

Eitt ár er nú liðið síðan slökkt var í síðustu löglegu sígarettunum á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum landsins. Reykingabannið á ársafmæli í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hernum skipað að styðja Mugabe

Æðsti hershöfðingi Simbabve hefur komið þeim skilaboðum til allra hermanna stjórnarhersins, að styðji þeir ekki Robert Mugabe í forsetakosningunum hinn 27. júní verði þeir umsvifalaust reknir.

Erlent
Fréttamynd

Birgir Moss Bros vill hluti Baugs

Berwin & Berwin, einn af stærstu birgjum bresku herrafataverslunarinnar Moss Bros hefur sýnt áhuga á að kaupa 20 prósent af hlut Baugs í versluninni. Baugur á 29 prósent í Moss Bros.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sama ruglið á Barack og Hillary

Þrjátíu nefndarmenn á vegum demokrataflokksins í Bandaríkjunum sitja nú á fundi sem getur haft úrslitaáhrif á það hver verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Ný vá vofir yfir í Kína

Yfirvöld í Kína eru nú í kapphlaupi við tímann að opna farveg fyrir losun vatns úr stöðuvatni sem varð til í jarðskjálftanum í Sisjúan fyrir tæpum þremur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Fram af flugbrautinni

Airbus flugvél á leið til Miami í Bandaríkjunum fór fram af flugvellinum í Tegucigalpa í Hondúras með þeim afleiðingum að flugmaður, einn farþegi og leigubílstjóri sem varð fyrir flugvélinni létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Herforingjarnir strádrepa þegna sína

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að herforingjastjórnin í Búrma beri ábyrgð á dauða tugþúsunda þegna sinna með því að hafna alþjóðlegri aðstoð eftir fellibylinn Nargis.

Erlent
Fréttamynd

Stífla að bresta í Kína

Búið er að flytja tvö hundruð þúsund manns af svæðinu fyrir neðan stöðuvatn sem myndaðist við jarðskjálftann í Sisjúan héraði í Kína þann tólfta þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Fólk rekið heim í Burma

Háttsettur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Búrma segir að ekki sé hægt að sætta sig við að stjórnvöld neyði fólk, sem flúið hefur af flóðasvæðum, til að fara aftur heim.

Erlent
Fréttamynd

Smá „föstudagsfílingur“ í markaðnum

Gengi hlutabréfa hefur hækkað almennt á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan hækkaði um 1,5 prósent og hefur nú hækkað um 2,3 prósent í vikunni. Vísitölur á öðrum hlutabréfamörkuðum í Asíu hækkuðu minna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki stoppa til að hjálpa

Ef þú ert á ferð í Suður- eða Austur-Evrópu og kemur að bíl sem virðist bilaður og ökumaðurinn veifar eftir aðstoð skaltu ekki undir nokkrum kringumstæðum stoppa.

Erlent
Fréttamynd

Danadrottning rekin út í garð

Margrét Þórhildur Danadrottning var rekin út í garð þegar Jóakim prins gekk að eiga Maríu sína að sögn gesta sem voru í brúðkaupinu.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa á uppleið

Næstsíðasti viðskiptadagur vikunnar á evrópskum fjármálamörkuðum hefur byrjað ágætlega en gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í dag. Þá hækkuðu helstu vísitölur í Asíu sömuleiðis talsvert í morgun eftir að sýnt var fram á að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum var meiri í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað hafði verið með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkað vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mishkin seðlabankastjóri segir upp

Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum bandaríska seðlabankans, hefur sagt upp hjá bankanum og ætlar að snúa aftur til kennslu í hagfræði í vetur. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frysti nýfætt barn sitt

Tvítug kona hefur verið handtekin í Horb-am-Neckar í Þýskalandi, grunuð um að hafa deytt nýfætt barn sitt með því að leggja það í frystihólfið á ísskáp sínum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki það sem Obama óskaði sér

Fidel Castro lýsti því yfir í grein sem hann skrifaði í gær að Barack Obama væri hæfastur þeirra frambjóðenda sem sækjast eftir forsetaembættinu í Bandaríkjunum.

Erlent