Erlent

Heimta að Clarkson verði rekinn frá Top Gear

Óli Tynes skrifar
Clarkson í Ferrari.
Clarkson í Ferrari.

Umferðaröryggissamtök í Bretlandi krefjast þess að Jeremy Clarkson verði rekinn úr bílaþættinum Top Gear hjá BBC.

Ástæðan er sú að hann missti út úr sér að hann hefði hraðast keyrt á 299 kílómetra hraða á þjóðvegi. Það er allnokkuð yfir hámarkshraða á breskum þjóðvegum.

Clarkson missti þetta út úr sér á bókamessu í Wales, þar sem hann flutti erindi.

Hann var að svara fyrirspurnum sem voru margvíslegar. Hann bætti svo við að hámarkshraði væri bara til trafala fyrir fólk sem hefði verk að vinna.

Þetta fékk umferðaröryggisfólk til að sjá rautt. Og krefjast brottrekstrar.

Þetta er langt frá því í fyrsta skipti sem Clarkson tryllir umferðargúrúa. Hann er sífellt í fjölmiðlum fyrir allskonar meint brot.

Fyrir skömmu var tekin mynd af honum þar sem hann var að tala í farsímann sinn á 70 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×