Erlent

Áfallahjálp eftir nauðlendingu á Kastrup

Óli Tynes skrifar
CRJ 200 vél Cimber Air.
CRJ 200 vél Cimber Air.

Fjörutíu og einum farþega með danska flugfélaginu Cimber Air var boðin áfallahjálp eftir að flugvél þeirra nauðlenti á Kastrup flugvelli í dag.

Vélin var lítil farþegaþota af gerðinni CRJ 200. Tætlur úr dekki hennar fundust á flugbrautinni eftir flugtak frá Kastrup til Tampere í Finnlandi.

Vélinni var þá snúið aftur til lendingar á Kastrup. Lendingin gekk að óskum

. Farþegunum hafði hinsvegar verið sagt að setja sig í stellingar fyrir nauðlendingu og urðu margir þeirra hræddir.

Því var þeim boðin áfallahjálp eftir lendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×