Erlendar

Fréttamynd

Baltimore kláraði Miami

Fyrri leik kvöldsins í NFL-úrslitakeppninni er lokið. Baltimore vann þar sigur á Miami, 27-9, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Ameríkudeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Colts úr leik

Indianapolis Colts féll úr leik í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt er liðið tapaði fyrir San Diego í framlengdum leik. Arizona Cardinals komst einnig áfram.

Sport
Fréttamynd

Peyton Manning bestur

Peyton Manning, leikmaður Indianapolis Colts, hefur verið útnefndur besti leikmaður NFL-deildarinnar en úrslitakeppnin hófst í dag.

Sport
Fréttamynd

Náði bílprófinu rétt fyrir kappakstur

Walesverjinn Tom Cave verður yngsti keppandi sögunnar í Walesrallinu þann 4. desember næstkomandi. Cave tilkynnti í dag að hann hefði náð bílprófinu og verður því 17 ára og 18 daga gamall í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Bolt og Isinbayeva frjálsíþróttafólk ársins

Spretthlauparinn Usain Bolt og stangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva hafa verið útnefnd frjálsíþróttafólk ársins. Bæði voru þau í fremstu röð í sínum greinum á árinu og settu heimsmet.

Sport
Fréttamynd

Murray lagði Federer

Skotinn Andy Murray vann í dag sigur á Roger Federer á Masters-mótinu í tennis sem fer fram í Sjanghæ þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Sigur Obama vekur ólympíuvonir í Chicago

Sigur Barack Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær er vatn á millu þeirra sem fara fyrir Ólympíunefnd Chicagoborgar. Borgin er ein þeirra sem sækist eftir því að halda Ólympíuleikana árið 2016.

Sport
Fréttamynd

Hélt að sterarnir væru hörfræjaolía

Frjálsíþróttakonan Marion Jones veitti í vikunni sitt fyrsta viðtal eftir að hún lauk sex mánaða afplánun fyrir að bera ljúgvitni í lyfjahneyksli í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Phillies komið í forystu

Philadelphia Phillies vann í nótt þriðju viðureignina í úrslitarimmu bandarísku hafnarboltadeildarinnar gegn Tampa Bay Rays. Phillies er nú með 2-1 forystu í rimmunni.

Sport
Fréttamynd

Phillies vann fyrsta leikinn

Philadelphia Phillies vann í nótt fyrstu viðureignina í úrslitarimmu liðsins gegn Tampa Bay Rays í bandarísku hafnarboltadeildinni.

Sport
Fréttamynd

Murray sigraði í Madríd

Skoski tenniskappinn Andy Murray vann í dag annan sigur sinn í röð á meistaramótinu í Madrid þegar hann lagði Frakkann Gilles Simon í úrslitaleik 6-4 og 7-6. Murray er í fjórða sæti heimslistans en Simon í því 16. en þeir lögðu tvo bestu tennisleikara heims í undanúrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Murray í úrslit í Madrid - Nadal tapaði óvænt

Skoski tennisleikarinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á meistaramótinu í Madrid þegar hann lagði Roger Federer 3-6, 6-3 og 7-5 í undanúrslitum. Hann hefndi þar með fyrir tapið gegn Svisslendingnum í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins.

Sport
Fréttamynd

Murray fær tækifæri til hefnda

Andy Murray tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á meistaramótinu í Madríd með sigri á Frakkanum Gael Monfils, 6-2 og 6-2, í fjórðungsúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Loeb sigraði í Katalóníu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag fjórða sigur sinn í röð á heimsmeistaramótinu í rallakstri þegar hann kom fyrstur í mark í Katalóníurallinu á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Armstrong staðfesti endurkomuna í dag

Bandaríski hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong staðfesti formlega endurkomu sína í dag þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að hjóla með liði Astana frá Kazakstan.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt hefði hlaupið á 9,55

Norskur eðlisfræðingur við Oslóarháskóla hefur reiknað það út að heimsmethafinn Usain Bolt frá Jamaíku hefði komið í mark á 9,55 sekúndum í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Peking ef hann hefði klárað hlaupið á fullum krafti.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong keppir á ný

Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur tilkynnt að hann ætli sér að keppa í hjólreiðum á nýjan leik og freista þess að vinna Tour de France á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Federer vann fimmta árið í röð

Roger Federer frá Sviss vann í kvöld sigur á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta er fimmta árið í röð sem hann vinnur mótið en það er nýtt met.

Sport
Fréttamynd

Andy Murray sló út Nadal

Bretar hafa loksins eignast almennilega stjörnu í tennisheiminum. Skotinn Andy Murray bar í gær sigur úr býtum gegn Rafael Nadal frá Spáni í undanúrslitum opna bandaríska meistaramótins.

Sport