Sport

Armstrong staðfesti endurkomuna í dag

NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong staðfesti formlega endurkomu sína í dag þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að hjóla með liði Astana frá Kazakstan.

Liðið er búsett í Sviss og er í eigu vinar hans Johan Bruneel, sem stóð að baki Armstrong þegar hann vann sjö sinnum sigur í Frakklandshjólreiðunum.

Hinn 37 ára gamli Armstrong ætlar að keppa á sínu fyrsta móti í Ástralíu í janúar á næsta ári, en hann segist ekki ætla að lofa enn einum sigrinum í Frakklandshjólreiðunum.

"Ég mun reyna að koma mér í eins gott stand og mögulegt er en það tryggir ekki sigur. Ég hef ekki stigið á hjól í þrjú ár og er að verða 38 ára gamall, svo ég bara veit ekki hvar ég stend," sagði Armstrong, sem á sínum tíma hafði betur í baráttu við krabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×