Sport

Colts úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Sproles fagnar hér snertimarki sínu í framlengingunni í nótt.
Darren Sproles fagnar hér snertimarki sínu í framlengingunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Indianapolis Colts féll úr leik í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt er liðið tapaði fyrir San Diego í framlengdum leik. Arizona Cardinals komst einnig áfram.

Peyton Manning var í gær kjörinn besti leikmaður NFL-deildarinnar en hann náði ekki að koma sínum mönnum í undanúrslit Ameríkudeildarinnar.

Manning átti reyndar sendingu á Reggie Wayne sem skoraði snertimark af 72 jarda færi en Nate Kaeding skoraði vallarmark á lokamínútu fjórða leikhluta og jafnaði þar með metin.

Darren Sproles skoraði svo snertimark í framlengingunni sem dugði til að tryggja San Diego sigurinn í leiknum.

San Diego mætir því annað hvort Tennessee eða Pittsburgh í undanúrslitunum í Ameríkudeildinni.

Í Þjóðardeildinni verður það Arizona sem mætir annað hvort New York eða Carolina í undanúrslitunum eftir sigur á Atlanta, 30-24.

Tveir leikir eru á dagskrá úrslitakeppni NFL-deildarinnar í kvöld. Miami og Baltimore mætast klukkan 18.00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.

Síðar um kvöldið mætast svo Minnesota og Philadelphia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×