Erlendar

Fréttamynd

Ólympíuverðlaunahafi framdi sjálfsmorð

Jeret „Speedy“ Peterson, sem vann til silfurverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver á síðasta ári, fannst látinn í gær nærri Salt Lake City í Bandaríkjunum. Talið er að Peterson hafi framið sjálfsmorð en hann var 29 ára gamall. Talsmaður lögreglunnar í Salt Lake City segir að Peterson hafi sjálfur hringt í neyðarlínuna og hann hafi notað skotvopn til þess að taka líf sitt.

Sport
Fréttamynd

Phelps: Ég er búinn að vera latur

Bandaríska sundgoðsögnin Michael Phelps viðurkennir að hann sé búinn að vera latur undanfarið ár en ætlar að mæta í fínu formi á HM í Shanghai sem fer að hefjast.

Sport
Fréttamynd

Fara í mál við NFL-deildina

75 fyrrverandi leikmenn í NFL-deildinni hafa ákveðið að fara í mál þar sem þeir segja að forráðamenn deildarinnar hafi viljandi haldið því leyndu í 90 ár hversu hættulegt sé að fá heilahristing.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt: Ég hef verið latur

Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200 m. hlaupi karla, segir í viðtali við breska dagblaðið Daly Mail að hann hafi verið latur á undanförnum mánuðum. Bolt, sem er frá Jamaíku, hefur snúið við blaðinu að eigin sögn og hann hefur ekki smakkað djúpsteikta kjúklingavængi eða Guinnes bjór í nokkra mánuði. Bolt ætlar sér að vinna heimsmeistaratitlana í 100 og 200 m. hlaupi en keppinautar hans hafa sýnt góða takta á undanförnum mánuðum og yfirburðir hans virðast ekki eins miklir og áður.

Sport
Fréttamynd

Powell segist vera fljótari en Bolt

Spretthlauparinn Asafa Powell segir 99% líkur á því að hann vinni gull í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum í næsta mánuði og á Ólympíuleikunum í London.

Sport
Fréttamynd

Bolt fyrstur í mark þrátt fyrir flensu

Usain Bolt kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi á móti í París í gærkvöldi. Mótið er hluti af Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum. Hann hljóp á 20.03 sekúndum og hafði betur gegn heimamanninum Chistophe Lemaitre sem varð annar.

Sport
Fréttamynd

Ragna úr leik í Rússlandi

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á Russian White Nights mótinu í morgun. Ragna mætti Mariu Kristinu Yulianti, bronsverðlaunahafanum frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, í 8-liða úrslitum mótsins en beið lægri hlut 17-21 og 16-21.

Sport
Fréttamynd

Jón Margeir bætti tvö Íslandsmet

Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 metra bringustundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Berlín. Jón Margeir keppir í flokki S14, þroskahamlaðra og var hársbreidd frá því að ná í bronsverðlaun.

Sport
Fréttamynd

Féll úr stúkunni og lést

Skelfilegt atvik átti sér stað á heimaleik hafnaboltaliðsins Texas Rangers í gær. Maður, sem hafði farið á völlinn með ungum syni sínum, féll þá úr stúkunni og lést. Hann var þá að teygja sig eftir hafnabolta sem var á leið nálægt stúkunni.

Sport
Fréttamynd

Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna

Ricky Hatton, fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í hnefaleikum hefur lagt hanskana á hilluna. Hatton hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Manny Pacquiao í baráttu um heimsmeistaratitilinn í léttveltuvigt í Las Vegas árið 2009.

Sport
Fréttamynd

Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli

Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum.

Golf
Fréttamynd

Mike Powell hvetur Usain Bolt til að stökkva fáránlega langt

Mike Powell, heimsmethafi í langstökki karla, segir að Jamaíkumaðurinn Usain Bolt sem á heimsmetin í 100 og 200 metra spretthlaupum hafi alla burði til þess að bæta heimsmetið í langstökki. Powell telur að Bolt eigi að gera tilraunir í langstökkinu eftir Ólympíuleikana 2012.

Sport
Fréttamynd

Mika Myllylä fannst látinn á heimili sínu

Mika Myllylä, sem á sínum tíma var einn fremsti skíðagöngumaður heims, er látinn. Finninn, sem var 41 árs gamall, fannst á heimili sínu í Karelby í dag en ekki er talið að rannsaka þurfi andlát hans sem morðmál.

Sport
Fréttamynd

Uppselt á 23 af alls 26 keppnisgreinum á ÓL í London

Miðasalan fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári gengur framar vonum og er nánast uppselt á alla viðburðina. Alls hafa verið seldir 3,5 milljónir miða og aðeins er hægt að fá miða á þrjár greinar. Fótbolta, blak og grísk-rómverska glímu.

Sport
Fréttamynd

Djokovic fékk sér gras á Wimbledon

Serbinn Novak Djokovic fagnaði sigri sínum í úrslitum Wimbledon á sérstakan hátt. Hann bragðaði á grasi vallarins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og meðal annars haft samband við næringarfræðinga til þess að fá þeirra skoðun á málinu.

Sport
Fréttamynd

Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal

Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu.

Sport
Fréttamynd

Konur fá sinn eigin flokk í pylsukappátinu

Breytingar hafa verið gerðar á hinni víðfrægu pylsuáts-keppni í New York sem fram fer á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Þá verður sér kvennaflokkur í kappátinu.

Sport
Fréttamynd

Nike búið að fyrirgefa Vick

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur gert samning við leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Michael Vick, fjórum árum eftir að fyrirtækið rak Vick vegna vandræða utan vallar.

Sport
Fréttamynd

Nadal og Djokovic mætast í úrslitum Wimbledon

Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Skotann Andy Murray í undanúrslitum Wimbledon-mótsins í tennis í dag. Nadal sem á titil að verja mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Djokovic kominn í úrslit á Wimbledon

Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Djokovic lagði Frakkann Jo-Wilfried Tsonga í fjórum settum 7-6, 6-2, 6-7 og 6-3. Síðar í dag kemur í ljós hver mótherji hans í úrslitum verður þegar Andy Murray og Rafael Nadal mætast.

Sport
Fréttamynd

Capello hvetur Haye til dáða gegn Klitschko

Breski hnefaleikakappinn David Haye og Rússinn Wladimir Klitschko mætast í stórum bardaga í Hamborg á laugardaginn og er mikil eftirvænting í loftinu. Haye, sem hefur WBA-titil að verja, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Capello var reyndar ekkert að flækja hlutina í myndbandi sem birt var á Youtube og þar segir Ítalinn: "David, gangi þér vel, þú ert bestur.“

Sport
Fréttamynd

Murray og Nadal í undanúrslit á Wimbledon

Skotinn Andy Murray og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í undanúrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis á föstudag. Báðir unnu góða sigra á andstæðingum sínum í fjórðungsúrslitum mótsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Federer úr leik á Wimbledon

Roger Federer, sexfaldur Wimbledon-meistari í tennis, er úr leik á mótinu í ár eftir að hafa tapað fyrir Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitum í dag.

Sport
Fréttamynd

Haye búinn að reita Klitschko til reiði

Breski hnefaleikakappinn David Haye hefur nánast gert það að lífsstíl að urða yfir Klitschko-bræðurna. Hann hélt áfram og niðurlægði Wladimir Klitschko á blaðamannafundi þeirra fyrir bardagann sem fer fram á laugardag.

Sport