Sport

Capello hvetur Haye til dáða gegn Klitschko

Breski hnefaleikakappinn David Haye og Rússinn Wladimir Klitschko mætast í stórum bardaga í Hamborg á laugardaginn og er mikil eftirvænting í loftinu. Haye, sem hefur WBA-titil að verja, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Capello var reyndar ekkert að flækja hlutina í myndbandi sem birt var á Youtube og þar segir Ítalinn: „David, gangi þér vel, þú ert bestur."

Haye og enska landsliðið í fótbolta eiga það sameiginlegt að vera samningsbundinn Umbro íþróttavörufyrirtækinu en Umbro vill að alheimssamtökin þrjú sameinist undir einu merki.

Klitschko hefur titla að verja hjá IBF og WBO.

Haye hefur unnið 25 af alls 26 bardögum en hann vann WBA beltið í fyrsta sinn í nóvember árið 2009 eþgar hann lagði Rússann Nikolay Valuev í Nürnberg í Þýskalandi. Hann hefur varið þann titil tvívegis frá þeim tíma, fyrst vann hann John Ruiz og Audley Harrison var næstur í röðinni.

Klitschko vann WBO titilinn í fyrsta sinn í október árið 200 og frá þeim tíma hefur hann tvívegis verið handhafi titilsins. Klitschko hefur unnið 55 bardaga og þar af 49 með rothöggi en hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Hann vann IFB titilinn árið 2006 og hann keppti síðast í september þar sem hann vann Samuel Peter frá Nígeríu með rothöggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×