Sport

Uppselt á 23 af alls 26 keppnisgreinum á ÓL í London

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Miðasalan fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári gengur framar vonum og er nánast uppselt á alla viðburðina
Miðasalan fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári gengur framar vonum og er nánast uppselt á alla viðburðina AFP
Miðasalan fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári gengur framar vonum og er nánast uppselt á alla viðburðina. Alls hafa verið seldir 3,5 milljónir miða og aðeins er hægt að fá miða á þrjár greinar. Fótbolta, blak og grísk-rómverska glímu.

Alls hafa 750.000 miðar verið seldir á Bretlandseyjum og eru það aðallega heimamenn sem vilja komast á ýmsa viðburði á ÓL. Um 700.00 miðar verða settir í sölu á tímabilinu 8.-17. júlí og eru það miðar á áðurnefnda atburði, fótbolta, blak og grísk-rómverska glímu.

Það er því ljóst að ef íslenska karlalandsliðið í handbolta kemst á ÓL þá er þegar uppselt á alla leiki liðsins samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á 23 af alls 26 keppnisgreinum ÓL einu ári áður en keppni hefst. Michael Payne, sem hefur starfað fyrir Alþjóða ólympíunefndina í tvo áratugi segir að áhuginn á keppninni hafi aldrei verið meiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×