Erlendar

Fréttamynd

Englendingar yfir í hálfleik

Englendingar hafa enn yfir 1-0 gegn Paragvæ þegar flautað hefur verið til leikhlés. Mark enska liðsins var sjálfsmark frá Carlos Gamarra, sem skallaði knöttinn í eigið net strax á þriðju mínútu leiksins eftir aukaspyrnu frá David Beckham. Englendingar hafa verið með undirtökin í leiknum, en lið Paragvæ var eilítið að vakna til lífsins undir lok hálfleiksins.

Sport
Fréttamynd

Englendingar komnir yfir

Það tók Englendinga aðeins tæpar þrjár mínútur að opna markareikning sinn á HM. Enskir hafa náð 1-0 forystu gegn Paragvæ og var markið sjálfsmark. Varnarmaður Paragvæ varð fyrir því óláni að skalla aukaspyrnu David Beckham í eigið net og liðið varð fyrir öðru áfalli skömmu síðar þegar markvörður liðsins þurfti að fara meiddur af velli.

Sport
Fréttamynd

Alonso á ráspól á Silverstone

Heimsmeistarinn Fernando Alonso á Renault verður á ráspól í breska kappakstrinum á Silverstone-brautinni á morgun. Alonso skaust naumlega fram úr Michael Schumacher og Kimi Raikkönen á lokasprettinum, en félagi Schumacher, Felipe Massa, náði fjórða besta tímanum.

Sport
Fréttamynd

England - Paragvæ að hefjast

Nú er leikur Englendinga og Paragvæ að hefjast í beinni útsendingu á S'yn. Byrjunarliðin eru klár og fjölmargir stuðningsmenn enska liðsins á Íslandi eflaust búnir að koma sér vel fyrir við sjónvarpstækin.

Sport
Fréttamynd

Sanngjarn sigur Ekvador á Pólverjum

Ekvador vann í kvöld sanngjarnan 2-0 sigur á Pólverjum í A-riðli HM. Carlos Tenorio skoraði fyrra mark Suður-Ameríkuliðsins á 24. mínútu og Agustin Delgado innsiglaði sigurinn á 80. mínútu. Tapið er pólska liðinu eflaust mikil vonbrigði, en liðið átti þó lítið meira skilið en það uppskar í leiknum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Tottenham hafnar 10 milljón punda tilboði í Carrick

Heimildamaður BBC greindi frá því rétt í þessu að úrvalsdeildarliðið Tottenham hefði í dag hafnað 10 milljón punda kauptilboði Manchester United í enska landsliðsmanninn Michael Carrick. Svar Tottenham á að hafa verið á þá leið að United þyrfti að tvöfalda tilboð sitt svo mark væri takandi á því.

Sport
Fréttamynd

Ósáttur við varnarmistök sinna manna

Alexandre Guimaraes var ekki sáttur við varnarvinnu sinna manna í dag eftir ósigur gegn heimamönnum Þjóðverjum. "Við náðum að jafna leikinn, en svo gerum við klaufamistök og það er alltaf erfitt að fara inn í hálfleikinn marki undir. Við vissum að Þjóðverjarnir yrðu erfiðir, en svo þegar þeir skora þriðja markið eftir skyndisókn, var vitað mál að róðurinn yrði þungur," sagði Guimaraes.

Sport
Fréttamynd

Ekvador yfir í hálfleik

Ekvador hefur yfir 1-0 gegn Pólverjum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leiknum í A-riðli HM. Það var Carlos Tenorio sem skoraði mark Ekvador á 24. mínútu með skalla.

Sport
Fréttamynd

Mjög ánægður með baráttuna

Jurgen Klinsmann hrósaði leikmönnum sínum fyrir góðan baráttuanda í dag eftir að lið hans lagði Kosta Ríka 4-2 í opnunarleiknum. Hann hrósaði ekki síst markaskorurunum Philip Lahm og Miroslav Klose.

Sport
Fréttamynd

Ekvador komið yfir

Ekvador er nokkuð óvænt komið í 1-0 gegn Pólverjum í leik liðanna í A-riðlinum á HM. Það var Carlos Tenorio sem skoraði markið með laglegum skalla á 24. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Drogba hugsar málið eftir HM

Nokkur orðrómur hefur verið á kreiki á Englandi undanfarna daga um að framherjinn Didier Drogba gæti verið á förum frá meisturum Chelsea. Drogba segist ekki vera að hugsa um að fara frá félaginu, en ætlar þó að nota tímann á HM til að hugsa málið.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarlið Póllands og Ekvador klár

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir leik Pólverja og Ekvadora í A-riðli sem hefst klukkan 19:00 og er í beinni á Sýn. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Schalke Arena velli í Gelsenkirchen

Sport
Fréttamynd

Klose sá fimmti sem skorar á afmælisdaginn sinn

Þjóðverjinn Miroslav Klose fagnaði 28 ára afmælisdegi sínum með því að skora tvö mörk í opnunarleik heimsmeistarakeppninnar gegn Kosta Ríka. Klose varð þar með fimmti leikmaðurinn í sögu HM til þess að skora á afmælisdaginn sinn og sá annar í röðinni sem skorar tvö mörk á fæðingardegi sínum.

Sport
Fréttamynd

Stórskotahríð Þjóðverja

Þjóðverjar lögðu Kosta Ríka 4-2 í frábærum opnunarleik á HM í dag. Afmælisbarnið Miroslav Klose skoraði tvö mörk fyrir þýska liðið og þeir Philip Lahm og Torsten Frings skoruðu stórkostleg mörk með langskotum. Gamla brýnið Paulo Wanchope skoraði bæði mörk Kosta Ríka og ekki er hægt að segja annað en að mótið fari frábærlega af stað.

Sport
Fréttamynd

Wanchope minnkar muninn

Paulo Wanchope er búinn að minnka muninn í 3-2 fyrir Kosta Ríka gegn Þjóðverjum í opnunarleiknum á HM, sem er búinn að vera hin besta skemmtun. Markið kom á 73. mínútu og greinilegt að Kosta Ríka-menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Klose búinn að skora aftur

Miroslav Klose var rétt í þessu að skora sitt annað mark fyrir Þjóðverja gegn Kosta Ríka og því er staðan orðin 3-1 fyrir heimamenn Þjóðverja. Markið kom á 61. mínútu og þess má til gamans geta að Klose á einmitt afmæli í dag.

Sport
Fréttamynd

Nadal og Federer mætast í úrslitum

Spænski táningurinn Rafael Nadal vann í dag nokkuð auðveldan sigur á Ivan Ljubicic í undanúrslitum opna franska meistaramótsin, 6-4, 6-2 og 7-6 (9-7) og mætir því Roger Federer í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Federer lagði David Nalbandian fyrr í dag og þeir félagar mætast því í úrslitaleik í annað sinn á stuttum tíma.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar yfir í hálfleik

Þjóðverjar hafa yfir 2-1 yfir í hálfleik gegn Kosta Ríka í opnunarleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem hefur verið frábær skemmtun til þessa. Philip Lahm kom heimamönnum yfir með stórkostlegu marki eftir 6 mínútur, Paulo Wanchope jafnaði skömmu síðar og það var svo Miroslav Klose sem kom þýska liðinu yfir aftur eftir 18 mínútur. Leikurinn er sýndur í opinni dagskrá á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Klose kemur Þjóðverjum yfir á ný

Það er allt að verða vitlaust á Allianz Arena í Munchen, en eftir aðeins 18 mínútur er staðan orðin 2-1 fyrir Þjóðverja. Það var framherjinn Miroslav Klose sem kom Þjóðverjum yfir á ný eftir laglega sókn.

Sport
Fréttamynd

Stórkostlegt opnunarmark hjá Lahm

Bakvörðurinn Philip Lahm hjá Þýskalandi skoraði opnunarmark HM með stórkostlegum hætti stax á 6. mínútu leiksins gegn Kosta Ríka nú áðan. Hann fékk boltan fyrir utan vítateig og þrumaði honum í stöng og inn. Það tók Paulo Wanchope hinsvegar aðeins 6 mínútur að jafna leikinn og því má segja að keppnin byrji með látum.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarakeppnin er hafin

Opnunarleikurinn á HM er nú hafinn. Það eru Þjóðverjar og Kosta Ríka sem leiða saman hesta sína og leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn, en þess ber að geta að opnunarleikurinn er sýndur í opinni dagskrá.

Sport
Fréttamynd

Eriksson er að gera mistök

Framherjinn Jermain Defoe er nú kominn aftur heim til Lundúna eftir að hann ákvað að vera ekki áfram með enska landsliðinu í Þýskalandi þrátt fyrir boð þess efnis. Defoe þurfti að sætta sig við að vera settur út úr hópnum í stað Wayne Rooney og Martin Jol, sjóri Tottenham, segir Sven-Göran Eriksson sé að gera mistök með vali sínu á landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Ballack ekki í liði Þjóðverja

Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir opnunarleikinn á HM milli gestgjafanna Þjóðverja og Kosta Ríka. Michael Ballack er ekki í liði Þjóðverja vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Tottenham samþykkir tilboð í Kelly

Úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Birmingham í írska bakvörðinn Stephen Kelly, en hann hefur alla tíð spilað með Lundúnaliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2003 og 22 ára gamall. Kelly á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við forráðamenn Birmingham.

Sport
Fréttamynd

Mikið um dýrðir á opnunarhátíðinni

Það er sannarlega mikið um dýrðir í Munchen þessa stundina þar sem opnunarhátíð HM stendur nú sem hæst. Gamlar hetjur úr heimsmeistaraliðum fyrri ára eru nú að ganga inn á leikvanginn undir lófataki áhorfenda. Herlegheitin eru öll í beinni útsendingu á Sýn og ekki laust við að spenna sé í loftinu, nú þegar styttist óðum í opnunarleikinn.

Sport
Fréttamynd

Gæti notað Rooney í riðlakeppninni

Breska sjónvarpið hefur í dag eftir heimildamönnum sínum hjá enska landsliðinu að svo gæti farið að Sven-Göran Eriksson tæki áhættu og notaði Wayne Rooney jafnvel strax í riðlakeppninni. Ef af þessu verður er nokkuð víst að það muni vekja reiði forráðamanna Manchester United, sem óttast mjög að Rooney verði látinn spila of snemma eftir fótbrot.

Sport
Fréttamynd

Gerrard klár á morgun

Miðjumaðurinn Steven Gerrard verður líklega í byrjunarliði Englendinga á morgun þegar liðið spilar opnunarleik sinn á HM gegn Paragvæ. Gerrard sagði í gær að aðeins helmingslíkur væru á því að hann yrði klár vegna meiðsla, en breska sjónvarpið hefur eftir heimildarmanni sínum að Gerrard ætli að spila á morgun.

Sport
Fréttamynd

Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas

Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas.

Sport
Fréttamynd

Cisse verður ekki seldur

Rafa Benitez segir að Djibril Cisse verði ekki seldur frá félaginu eins og til stóð í kjölfar þess að hann fótbrotnaði illa í landsleik með Frökkum í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Cole framlengir um eitt ár

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur framlengt samning framherjans Andy Cole um eitt ár. Hinn 34 ára gamli framherji skoraði 10 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð, en það þótti setja nokkuð strik í reikninginn þegar hann meiddist undir lok tímabilsins í vor. Cole segist hlakka mikið til að halda áfram að spila með City.

Sport