Sport

Eriksson er að gera mistök

Jermain Defoe þarf að horfa á HM í sjónvarpinu þetta árið
Jermain Defoe þarf að horfa á HM í sjónvarpinu þetta árið NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Jermain Defoe er nú kominn aftur heim til Lundúna eftir að hann ákvað að vera ekki áfram með enska landsliðinu í Þýskalandi þrátt fyrir boð þess efnis. Defoe þurfti að sætta sig við að vera settur út úr hópnum í stað Wayne Rooney og Martin Jol, sjóri Tottenham, segir Sven-Göran Eriksson sé að gera mistök með vali sínu á landsliðinu.

"Ég held að Sven sé að gera mistök með þessari ráðstöfun. Lið eins og Holland, Þýskaland og Brasilía eru öll með fjóra framherja í herbúðum sínum, en england er í mesta lagi með tvo - og svo meiddan Wayne Rooney," sagði Jol og skaut þar með föstum skotum að Svíanum fyrir að velja táninginn Theo Walcott í landsliðshópinn í stað reyndra markaskorara eins og Defoe.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×