Viðskipti

Fréttamynd

Hálfur milljarður í hagnað

Hagnaður Össurar tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður annars ársfjórðungs nam 281 milljón króna. Hagnaðurinn er talsvert meiri en greiningardeildir höfðu spáð. Greiningardeildir bankanna spáðu að hagnaður annars ársfjórðungs yrði á bilinu 157 til 236 milljónir króna. Hagnaður fyrri árshelmings er rúmur hálfur milljarður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls

Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýnin reis hæst í mars þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand að sex mánuðum liðnum. Nú horfa fleiri til betri tíðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skatturinn heim á föstudag

Álagning opinberra gjalda 2004 á einstaklinga hefur farið fram. Álagningar- og innheimtuseðlar verða bornir út föstudaginn 30. júlí. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað álagningar- og innheimtuseðil sinn ásamt endurskoðuðu framtali á vefsíðu ríkisskattstjóra, rsk.is frá og með miðvikudeginum 28. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Össurar tvöfaldast

Stoðtækjafyrirtækið Össur jók hagnað sinn verulega á öðrum ársfjórðungi og tvöfaldaði hann á milli ára samkvæmt uppgjöri sem kynnt var í morgun. Rekstrarhagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi var 5,6 milljónir Bandaríkjadala, eða 409 milljónir íslenskra króna, og jókst hann um rúmlega 120 % á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

6,8 milljarðar í hagnað

Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta. Þar af er hagnaður af bankanum 3,7 milljarðar og hagnaður af tryggingarfélaginu 3,1 milljarður. Hagnaður af öðrum ársfjórðungi ársins hljóðar upp á tæplega 2,3 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls

<font face="Helv"></font> Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýning reis hæst í mars á þessu ári þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand að sex mánuðum liðnum. Nú horfa fleiri til betri tíðar með blóm í haga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kraftur í tónlistarútgáfu

Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengishagnaður strax við kaup

"Þetta er ósköp einfalt. Bréf KB banka hafa verið að seljast á genginu 420 til 450 krónur á hlut. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut," segir Karl Finnbogason hjá Verðbréfastofunni um hlutafjárútboð KB banka. "Við ráðleggjum okkar viðskiptavinum að taka þátt í þessu útboði, það er engin spurning."

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsta bankayfirtaka allra tíma

Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Uppgjör í dag

Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt í dag. Afkoman á fyrsta ársfjórðungi var betri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yukos í gjaldþrot?

Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

KB banki leiðir sænsku kauphöllina

KB banki leiðir hækkanir á sænska markaðnum. Bankinn vekur sífellt meiri athygli í Svíþjóð. Umskipti hafa orðið í umræðunni um bankann frá því að félag fjárfesta réði sínu fólki frá því að eignast bréf í bankanum. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf í deCode lækka enn

Hlutabréf í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, halda áfram að lækka og fór gengi þeirra niður í 6 dollara og 66 sent á föstudag eftir rúmlega tveggja prósenta lækkun. Síðasta umtalsverða lækkun var tólfta þessa mánaðar þegar bréfin lækkuðu um 3,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búist við milljarði á mánuði

Íslandsbanki birtir uppgjör sitt í dag fyrir fyrri helming ársins. Íslandsbanki er fyrstur bankanna til að birta uppgjör. Hinir tveir birta uppgjör sín á fimmtudag. Búist er við góðum uppgjörum fjármálafyrirtækja, enda umhverfið verið þeim hagstætt að undanförnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hart deilt um kerfisbreytingar

Íbúðalánasjóður og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV segir breytingar á íbúðalánakerfinu ekki hafa verið nægilega vel unnar. Íbúðalánasjóður vísar gagnrýninni á bug. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf í Amazon hríðlækka

Verð hlutabréfa í Amazon.com féll um þrettán prósent þrátt fyrir að fyrirtækið hafi nýlega tilkynnt um hagnað og veltuaukningu á síðasta ársfjórðungi. Hagnaðurinn og veltuaukningin reyndust minni en spáð var og því hríðlækkuðu bréf í félaginu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Straumur hagnast um 1,12 milljarða

Hagnaður Straums - fjárfestingabanka á öðrum ársfjórðungi 2004 nam 1.122 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur bankans námu 1.457 milljónum kr. en þar af var gengishagnaður 1.230 milljónir. Þetta kemur fram í uppgjöri Straums fyrir annan ársfjórðung ársins sem birt var í dag og er þetta fyrsta uppgjörið fyrir fjórðunginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þreföld smásala vegna EM

Smásala í Bretlandi jókst næstum þrisvar sinnum meira í júní en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og er aukningin rakin til Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór mánuðinum. Aukningin nam 1,1% sem er það mesta síðan í janúar en spá sérfræðinga hljóðaði upp á 0,4% aukningu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft lætur undan þrýstingi

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að láta undan þrýstingi hluthafa og nota hluta af peningafjalli sínu til að greiða hluthöfum um 5 þúsund milljarða króna. Arðgreiðslur verða tvöfaldaðar og hluthafar fá eingreiðslu sem nemur þremur dollurum á hlut, eða alls um 2.300 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milljarður í hagnað hjá Norðuráli

Rekstur Norðuráls skilaði ríflega eins milljarðs króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári eða sem nemur rúmlega 13 milljónum bandaríkjadala. Það er aukning um tæplega þrjár milljónir dala eða ríflega 200 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrktist mikið

Líflegt var á gjaldeyrismarkaði í gær og námu viðskipti dagsins 4,6 milljörðum króna. Íslenska krónan styrktist um 0,7% sem telst mjög mikið á einum degi. Krónan hefur styrkst um 1,4% frá áramótum en til samanburðar styrktist krónan um 6,4% á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SH kaupir í Bretlandi

Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsteinar á ÓL

Hugbúnaðarlausnir frá Landsteinum - Streng verði notaðar í öllum verslunum á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast í september. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að um 110 verslanir sé að ræða og að í kjölfar leikanna verði kerfi frá íslenska fyrirtækinu tekin í notkun á flughöfnum víðs vegar um Grikkland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignarhald á hendi fárra

Eignarhald á félögum í Kauphöll Íslands eru á fárra hendi í mörgum tilvikum að því er fram kemur í „Morgunkornum“ Greiningar Íslandsbanka í gær. Þegar hluthafalistar 25 helstu félaga Kauphallarinnar eru skoðaðir kemur í ljós að meðal þeirra nemur eign fimm stærstu hluthafa allt frá 35% til 96% hlutafjár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil pressa á Skjá einum

"Við erum undir mikilli pressu að bæta dreifikerfið þessa stundina. Þetta snýst að miklu leiti um enska boltann enda er það ástríðumál fyrir marga," segir Magnús Ragnarsson forstjóri Skjás eins.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 14. sæti í frjálsræði

Ísland er í 14. sæti á lista yfir þær þjóðir þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu frá Fraser-stofnuninni í Kanada. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir þetta viðunandi stöðu en auka megi frelsi hér á landi enn frekar með því að aflétta hömlum á landbúnaðarvörum og lækka skatta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá miklum hækkunum

Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverðs lækkar

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,47% í júlí og var lækkunin töluvert umfram það sem markaðsaðilar höfðu reiknað með. Ástæðan liggur m.a. í húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar og má rekja til kerfisbreytinga Íbúðalánasjóðs um síðustu mánaðarmót og aðferðafræði Hagstofunnar, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Viðskipti innlent