Viðskipti innlent

6,8 milljarðar í hagnað

Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta. Þar af er hagnaður af bankanum 3,7 milljarðar og hagnaður af tryggingarfélaginu 3,1 milljarður. Hagnaður af öðrum ársfjórðungi ársins hljóðar upp á tæplega 2,3 milljarða króna. Hagnaður á hlut hefur aukist verulega á fyrstu sex mánuðum ársins eða um tæplega 152% og nemur 0,68 krónum á hlut á tímabilinu. Í afkomutilkynningu vegna uppgjörs Íslandsbanka kemur fram að arðsemi eigin fjár hafi verið 55,3% fyrstu sex mánuðina en var um 28% á sama tíma í fyrra. Heildareignir námu 521 milljarði króna 30. júní sl. sem er aukning um 17,4% frá áramótum. Bjarni Ármansson, forstjóri Íslandsbanka, segir að hagnaður af reglulegri starfsemi á öðrum ársfjórðungi hafi verið sá mesti í sögu bankans. Samhliða vexti innanlands verði eitt helsta verkefni hans á síðari helmingi ársins að auka enn frekar eignir og tekjur bankans utan Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×