Innlent

Spá miklum hækkunum

Heilbrigðisráðuneytið fundar þessa dagana með lyfjahópi Félags íslenskra kaupmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkunum á lyfjaverði. Ástæðan er útlit fyrir mikla hækkun á útgjöldum Tryggingastofnunar vegna lyfjakostnaðar milli áranna 2003 og 2004. Spár gerðu ráð fyrir 9% aukningu en nýjar tölur herma að kostnaðaraukning verði yfir 18% miðað við núverandi forsendur. Eggert Sigfússon deildarstjóri á skrifstofu lyfjamála í heilbrigðisráðuneytinu segir að viðræður standi yfir þessa dagana og frekari fregna sé að vænta í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×