Viðskipti erlent

Microsoft lætur undan þrýstingi

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að láta undan þrýstingi hluthafa og nota hluta af peningafjalli sínu til að greiða hluthöfum um 5 þúsund milljarða króna. Arðgreiðslur verða tvöfaldaðar og hluthafar fá eingreiðslu sem nemur þremur dollurum á hlut, eða alls um 2.300 milljörðum króna. Þá tilkynnti félagið að það hyggðist verja 30 milljörðum dollara til kaupa á eigin bréfum á næstu fjórum árum. Stjórnarformaður Microsoft, Bill Gates, segir að hans hlutur af þessari sérstöku arðgreiðslu, sem nemur ríflega 200 milljörðum króna, renni óskiptur til góðgerðarmála. Þessi gjöf Gates hefur raunar lítil áhrif á stöðu hans því samkvæmt Forbes-tímaritinu er hann auðugasti maður heims og eru eigur hans metnar á ríflega 3.300 milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×