Viðskipti Eina hækkunin á Íslandi, Finnlandi og í Noregi Hlutabréf Eimskipafélagsins og Marel Food Systems eru á meðal þeirra tíu sem hafa hækkað á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi sjö fyrirtækja hefur hækkað í norsku kauphöllinni en engin hækkun hefur sést á hlutabréfamörkuðum í Svíþjóð og Danmörku. Þá er ein hækkun í Finnlandi. Viðskipti innlent 24.10.2008 10:34 Eimskipafélagið siglir lengst í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 2,44 prósent í Kauphöllinni í dag og í Marel um eitt prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins fram til þessa. Viðskipti innlent 24.10.2008 10:15 Krónan veikist um tæp 1,7 prósent Krónan hefur veikst um 1,7 prósent í dag miðað við dagslokagengi hennar í gær og stendur gengisvísitalan nú í 206,2 stigum. Lægt hefur verið á gjaldeyrismarkaði en Reuter greindi í gær frá einum viðskiptum með krónur á erlendum markaði. Gengisvísitala krónunnar þar var 270 stig. Viðskipti innlent 24.10.2008 10:05 Fjárfestar leita besta skjólsins Gengi hlutabréfa sveiflaðist nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir talsverða dýfu síðustu tvö viðskiptadaga. Sveiflurnar í dag skýrast að mestu af miklum viðskiptum á markaðnum og skiptust fjárfestar á því að ná sér í bréf á lágu verði og taka inn hagnað með sölu á þeim. Viðskipti erlent 23.10.2008 20:22 Aðeins Eimskip hækkaði í Kauphöllinni Eimskip sigli eitt á grænum sjó í Kauphöllinni í dag en gengi bréfa þess hækkaði um 0,82 prósent. Á sama tíma skelltist Atorka Group niður um 16,25 prósent og gengi bréfa í Century Aluminum um 12,34 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2008 15:56 Atorka fellur um rúm tólf prósent Gengi hltuabréfa í Atorku Group féll um 12,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á markaðnum. Ein viðskipti voru með bréf í Marel Food Systems í dag, eða fyrir rétt rúmlega sjö milljónir króna. Heildarviðskipti í Kauphöllinni nema 7,4 milljónum. Heildarviðskiptin voru sex talsins í byrjun dags. Viðskipti innlent 23.10.2008 10:29 Sony býst við minni hagnaði Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Leikjavísir 23.10.2008 09:31 Krónan veikist um 1,1 prósent Krónan veiktist um 1,1 prósent í dag eftir nokkra kyrrstöðu undanfarið. Gengisvísitalan stendur í 203,65 stigum. Viðskipti innlent 22.10.2008 16:17 Bakkavör hífir Úrvalsvísitöluna upp Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 40 prósent í tíu viðskiptum upp á rúm 780 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkun dagsins. Viðskipti innlent 22.10.2008 15:38 Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamarkaði strax við upphaf viðskipta í Bandaríkjunum í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjárfestar í Vesturheimi horfa fram á skell á markaðnum. Viðskipti erlent 22.10.2008 14:40 Breska pundið ekki veikara í fimm ár Breska pundið féll mest um þrjú prósent í dag og hafði um tíma ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár. Helsta skýringin á fallinu er fullyrðing Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, að líkur séu á að Bretar séu að fara inn í fyrsta samdráttarskeiðið í fimm ár. Viðskipti erlent 22.10.2008 10:22 Marel hækkaði mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 0,85 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og er það mesta hækkunin nú. Bréf Icelandair Group fóru upp um 2,11 prósent í upphafi dags en gáfu fljótlega eftir. Viðskipti innlent 22.10.2008 10:04 Af sprotum sprettur ný framtíð „Það er fullt af tækifærum," segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Hann mælir með því að fólk hætti að horfa til fortíðar, brjóti baksýnisspegilinn og gefi í fram á veg. Hann segir ekkert að óttast. Viðskipti innlent 21.10.2008 18:41 Hagur Apple vænkast Bandaríski hátækniframleiðandinn Apple hagnaðist um 1,14 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 126 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi. Hann er sá fjórði bókum félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 904 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 21.10.2008 21:08 Hagnaður Yahoo dregst verulega saman Hagnaður bandaríska netleitarfyrirtækisins Yahoo drógust saman um 64 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið leitar nú leiða til að draga úr rekstrarkostnaði, svo sem með uppsögnum. Viðskipti erlent 21.10.2008 20:50 Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa féll almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfesta þykja greina fá merki um bata í efnahagslífinu þó sumir reikni með mýkri lendingu en búist var við. Viðskipti erlent 21.10.2008 20:21 Eimskip hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 6,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi Össur, sem hækkaði um 3,35 prónset, Century Aluminum fór upp um 0,85 prósent, Bakkavör um 0,79 prósent og Færeyjabanki um 0,32 prósent. Viðskipti innlent 21.10.2008 15:29 Atorka hækkar um 80 prósent í afar fáum viðskiptum Gengi hlutabréfa í Atorku skaust upp um 80 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma falla erlend félög hratt. Afar lítil viðskipti hafa átt sér stað í Kauphöllinni og skýrir það öfgakenndar sveiflur. Viðskipti innlent 21.10.2008 10:20 Atorka og Bakkavör hækka um tíu prósent Gengi hlutabréfa í Atorku og Bakkavör hækkaði um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Ein viðskipti liggja á bak við hækkunina í hvoru fyrirtæki. Viðskipti innlent 20.10.2008 10:14 Eimskip hækkaði um tæpt 31 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu stökk upp um 30,77 prósent í Kauphöllinni í dag. Marel fór upp um 2,14 prósent, Færeyjabanki um 1,6 prósent og Össur um 0,97 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2008 15:48 Bakkavör fellur um tíu prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í tveimur viðskiptum upp á 106 þúsund krónur. Þá hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um 0,84 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2008 10:23 Útboði Marel Food Systems lokið Rétt rúmlega tuttugu milljón hlutir að nafnvirði seldust í hlutafjárútboði Marel Food Systems, sem lauk klukkan fjögur í gær. Verðið var 70 krónur á hlut og því námu heildarviðskiptin 1,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 17.10.2008 09:57 Öfgakenndar sveiflur á Wall Street Öfgakenndar sveiflur voru á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna liggja í þeim taugatitringi sem gætir á meðal fjárfesta. Viðskipti erlent 16.10.2008 20:48 Alfesca féll um ellefu prósent - í nær engum viðskiptum Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 11,11 prósent í Kauphöllinni á miklum lækkanadegi í dag. Bakkavör fór niður um tæp ellefu prósent og Atorka um tíu prósent. Viðskipti innlent 16.10.2008 16:06 Mikil lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í byrjun viðskipta í Bandaríkjunum í dag eftir að opinberar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu í mánuðinum. Viðskipti erlent 16.10.2008 15:08 Enn fellur Bakkavör Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 10.9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 2.338 krónur skýra fallið. Viðskipti eru afar fá í Kauphöllinni nú í morgunsárið, eða upp á rúmar 1,2 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.10.2008 10:07 Færeyingarnir rjúka upp um fjörutíu prósent Gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Bréf Eik banka hækkaði um 43,12 prósent en olíuleitarfélagsins um 40 prósent. Viðskipti innlent 15.10.2008 15:32 Eimskip fellur um 67 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 66,67 prósent í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í hálfri krónu á hlut. Viðskipti innlent 15.10.2008 11:35 Bakkavör hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör sveiflaðist talsvert í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það hóf daginn á 11,5 prósenta falli en hækkaði skömmu síðar um 0,117 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið samfellt hvern einasta dag um 75 prósent á síðustu þremur vikum. Viðskipti innlent 15.10.2008 10:08 Tólf ár horfin úr Úrvalsvísitölunni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 38 prósent í Kauphöllinni í dag eftir að hún opnaði eftir þriggja daga viðskiptastopp. Þetta er mesta fall í Kauphöllinni. Engin viðskipti voru með bréf fjármálafyrirtækjanna íslensku. Viðskipti innlent 14.10.2008 15:50 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 223 ›
Eina hækkunin á Íslandi, Finnlandi og í Noregi Hlutabréf Eimskipafélagsins og Marel Food Systems eru á meðal þeirra tíu sem hafa hækkað á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi sjö fyrirtækja hefur hækkað í norsku kauphöllinni en engin hækkun hefur sést á hlutabréfamörkuðum í Svíþjóð og Danmörku. Þá er ein hækkun í Finnlandi. Viðskipti innlent 24.10.2008 10:34
Eimskipafélagið siglir lengst í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 2,44 prósent í Kauphöllinni í dag og í Marel um eitt prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins fram til þessa. Viðskipti innlent 24.10.2008 10:15
Krónan veikist um tæp 1,7 prósent Krónan hefur veikst um 1,7 prósent í dag miðað við dagslokagengi hennar í gær og stendur gengisvísitalan nú í 206,2 stigum. Lægt hefur verið á gjaldeyrismarkaði en Reuter greindi í gær frá einum viðskiptum með krónur á erlendum markaði. Gengisvísitala krónunnar þar var 270 stig. Viðskipti innlent 24.10.2008 10:05
Fjárfestar leita besta skjólsins Gengi hlutabréfa sveiflaðist nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir talsverða dýfu síðustu tvö viðskiptadaga. Sveiflurnar í dag skýrast að mestu af miklum viðskiptum á markaðnum og skiptust fjárfestar á því að ná sér í bréf á lágu verði og taka inn hagnað með sölu á þeim. Viðskipti erlent 23.10.2008 20:22
Aðeins Eimskip hækkaði í Kauphöllinni Eimskip sigli eitt á grænum sjó í Kauphöllinni í dag en gengi bréfa þess hækkaði um 0,82 prósent. Á sama tíma skelltist Atorka Group niður um 16,25 prósent og gengi bréfa í Century Aluminum um 12,34 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2008 15:56
Atorka fellur um rúm tólf prósent Gengi hltuabréfa í Atorku Group féll um 12,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á markaðnum. Ein viðskipti voru með bréf í Marel Food Systems í dag, eða fyrir rétt rúmlega sjö milljónir króna. Heildarviðskipti í Kauphöllinni nema 7,4 milljónum. Heildarviðskiptin voru sex talsins í byrjun dags. Viðskipti innlent 23.10.2008 10:29
Sony býst við minni hagnaði Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Leikjavísir 23.10.2008 09:31
Krónan veikist um 1,1 prósent Krónan veiktist um 1,1 prósent í dag eftir nokkra kyrrstöðu undanfarið. Gengisvísitalan stendur í 203,65 stigum. Viðskipti innlent 22.10.2008 16:17
Bakkavör hífir Úrvalsvísitöluna upp Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 40 prósent í tíu viðskiptum upp á rúm 780 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkun dagsins. Viðskipti innlent 22.10.2008 15:38
Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði Mikil lækkun varð á hlutabréfamarkaði strax við upphaf viðskipta í Bandaríkjunum í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjárfestar í Vesturheimi horfa fram á skell á markaðnum. Viðskipti erlent 22.10.2008 14:40
Breska pundið ekki veikara í fimm ár Breska pundið féll mest um þrjú prósent í dag og hafði um tíma ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár. Helsta skýringin á fallinu er fullyrðing Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, að líkur séu á að Bretar séu að fara inn í fyrsta samdráttarskeiðið í fimm ár. Viðskipti erlent 22.10.2008 10:22
Marel hækkaði mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 0,85 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og er það mesta hækkunin nú. Bréf Icelandair Group fóru upp um 2,11 prósent í upphafi dags en gáfu fljótlega eftir. Viðskipti innlent 22.10.2008 10:04
Af sprotum sprettur ný framtíð „Það er fullt af tækifærum," segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Hann mælir með því að fólk hætti að horfa til fortíðar, brjóti baksýnisspegilinn og gefi í fram á veg. Hann segir ekkert að óttast. Viðskipti innlent 21.10.2008 18:41
Hagur Apple vænkast Bandaríski hátækniframleiðandinn Apple hagnaðist um 1,14 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 126 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi. Hann er sá fjórði bókum félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 904 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 21.10.2008 21:08
Hagnaður Yahoo dregst verulega saman Hagnaður bandaríska netleitarfyrirtækisins Yahoo drógust saman um 64 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið leitar nú leiða til að draga úr rekstrarkostnaði, svo sem með uppsögnum. Viðskipti erlent 21.10.2008 20:50
Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa féll almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfesta þykja greina fá merki um bata í efnahagslífinu þó sumir reikni með mýkri lendingu en búist var við. Viðskipti erlent 21.10.2008 20:21
Eimskip hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 6,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi Össur, sem hækkaði um 3,35 prónset, Century Aluminum fór upp um 0,85 prósent, Bakkavör um 0,79 prósent og Færeyjabanki um 0,32 prósent. Viðskipti innlent 21.10.2008 15:29
Atorka hækkar um 80 prósent í afar fáum viðskiptum Gengi hlutabréfa í Atorku skaust upp um 80 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma falla erlend félög hratt. Afar lítil viðskipti hafa átt sér stað í Kauphöllinni og skýrir það öfgakenndar sveiflur. Viðskipti innlent 21.10.2008 10:20
Atorka og Bakkavör hækka um tíu prósent Gengi hlutabréfa í Atorku og Bakkavör hækkaði um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Ein viðskipti liggja á bak við hækkunina í hvoru fyrirtæki. Viðskipti innlent 20.10.2008 10:14
Eimskip hækkaði um tæpt 31 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu stökk upp um 30,77 prósent í Kauphöllinni í dag. Marel fór upp um 2,14 prósent, Færeyjabanki um 1,6 prósent og Össur um 0,97 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2008 15:48
Bakkavör fellur um tíu prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í tveimur viðskiptum upp á 106 þúsund krónur. Þá hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um 0,84 prósent. Viðskipti innlent 17.10.2008 10:23
Útboði Marel Food Systems lokið Rétt rúmlega tuttugu milljón hlutir að nafnvirði seldust í hlutafjárútboði Marel Food Systems, sem lauk klukkan fjögur í gær. Verðið var 70 krónur á hlut og því námu heildarviðskiptin 1,4 milljörðum króna. Viðskipti innlent 17.10.2008 09:57
Öfgakenndar sveiflur á Wall Street Öfgakenndar sveiflur voru á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna liggja í þeim taugatitringi sem gætir á meðal fjárfesta. Viðskipti erlent 16.10.2008 20:48
Alfesca féll um ellefu prósent - í nær engum viðskiptum Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 11,11 prósent í Kauphöllinni á miklum lækkanadegi í dag. Bakkavör fór niður um tæp ellefu prósent og Atorka um tíu prósent. Viðskipti innlent 16.10.2008 16:06
Mikil lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í byrjun viðskipta í Bandaríkjunum í dag eftir að opinberar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu í mánuðinum. Viðskipti erlent 16.10.2008 15:08
Enn fellur Bakkavör Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 10.9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 2.338 krónur skýra fallið. Viðskipti eru afar fá í Kauphöllinni nú í morgunsárið, eða upp á rúmar 1,2 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.10.2008 10:07
Færeyingarnir rjúka upp um fjörutíu prósent Gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Bréf Eik banka hækkaði um 43,12 prósent en olíuleitarfélagsins um 40 prósent. Viðskipti innlent 15.10.2008 15:32
Eimskip fellur um 67 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 66,67 prósent í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í hálfri krónu á hlut. Viðskipti innlent 15.10.2008 11:35
Bakkavör hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör sveiflaðist talsvert í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það hóf daginn á 11,5 prósenta falli en hækkaði skömmu síðar um 0,117 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið samfellt hvern einasta dag um 75 prósent á síðustu þremur vikum. Viðskipti innlent 15.10.2008 10:08
Tólf ár horfin úr Úrvalsvísitölunni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 38 prósent í Kauphöllinni í dag eftir að hún opnaði eftir þriggja daga viðskiptastopp. Þetta er mesta fall í Kauphöllinni. Engin viðskipti voru með bréf fjármálafyrirtækjanna íslensku. Viðskipti innlent 14.10.2008 15:50