Viðskipti innlent

Alfesca féll um ellefu prósent - í nær engum viðskiptum

Xavier Govare, forstjóri Alfesca.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Mynd/Rósa
Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 11,11 prósent í Kauphöllinni á miklum lækkanadegi í dag. Lítil ef engin viðskipti áttu sér stað - eða fjögur viðskipti upp á tæpar fimm þúsund krónur. Bakkavör fór niður um tæp ellefu prósent og Atorka um tíu prósent. Þá féll Össur um 2,13 prósent, Icelandair lækkaði um 1,67 prósent, Færeyjabanki lækkaði um 1,57 prósent og Marel um 1,13 prósent. Úrvalsvísitalan féll um 2,24 prósent og stendur hún í 644 stigum. Vísitalan er nú 78 prósentum lægri en þegar bankarnir og Exista voru í vísitölunni. Heildarviðskipti voru afar lítil, 42 talsins upp á rúmar 33 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×