Viðskipti innlent

Eina hækkunin á Íslandi, Finnlandi og í Noregi

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Gengi bréfa í fyrirtækinu er eitt af tíu sem hefur hækkað á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Gengi bréfa í fyrirtækinu er eitt af tíu sem hefur hækkað á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Mynd/GVA
Hlutabréf Eimskipafélagsins og Marel Food Systems eru á meðal þeirra tíu sem hafa hækkað á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi sjö fyrirtækja hefur hækkað í norsku kauphöllinni en engin hækkun hefur sést á hlutabréfamörkuðum í Svíþjóð og Danmörku. Þá er ein hækkun í Finnlandi.

Það er farsímafyrirtækið Elisa en Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi um mánaðamótin tíu prósenta hlut sinn í fyrirtækinu.

Þau fyrirtæki sem hafa hækkað í Noregi eru öll innan tæknigeirans.

Á sama tíma er lítil sem engin hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þar af er engin hækkun í Bretlandi, Þýskalandi og í Frakklandi. Vísitölur á evrópskum mörkuðum hafa fallið í kringum sjö til átta prósent á meginlandinu í dag.

Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma hækkað um 0,33 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×