Viðskipti innlent

Færeyingarnir rjúka upp um fjörutíu prósent

Frá skráningu Eik banka í Kauphöllina hér í fyrrasumar.
Frá skráningu Eik banka í Kauphöllina hér í fyrrasumar.
Gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Bréf Eik banka hækkaði um 43,12 prósent en olíuleitarfélagsins um 40 prósent. Á eftir fylgdu Össur, sem hækkaði um 1,79 prósent og Færeyjabanki, sem fór upp um 0,63 prósent. Á sama tíma féll gengi Eimskipafélagsins um 66,67 prósent, Bakkavarar um 6,34 prósent og Icelandair um 2,33 prósent. Þá lækkaði gengi Marel Food Systems um 0,42 prósent. Úrvalsvísitalan féll um þrjú prósent og endaði hún í 658 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan snemma í mars árið 1996. Afar fá viðskipti áttu sér stað á hlutabréfamarkaði í dag. Þau voru 57 og nam heildarveltan 44,6 milljónum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×