Viðskipti innlent

Atorka fellur um rúm tólf prósent

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.
Gengi hltuabréfa í Atorku Group féll um 12,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á markaðnum. Ein viðskipti voru með bréf í Marel Food Systems í dag, eða fyrir rétt rúmlega sjö milljónir króna. Heildarviðskipti í Kauphöllinni nema 7,4 milljónum. Heildarviðskiptin voru sex talsins í byrjun dags. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16 prósent og stendur vísitalan í 674 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×