Viðskipti

Fréttamynd

Krónan veikist um 2,5 prósent

Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir skýringuna liggja í vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki einn á uppleið

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Össurar hækka um þrjú prósent

Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dökkar horfur í efnahagsmálum

„Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Traustir Færeyingar bjóða tryggingar

Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dapurt um að lítast í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriggja mánaða töf á nauðsynlegum ákvörðunum

Dráttur á nauðsynlegum ákvörðunum við enduruppbyggingu fjármála og viðskiptalífs kann að verða dýr að mati Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Brotthvarf hans úr starfi er hluti af endurnýjun á æðstu stöðum sem kallað hefur verið eftir í kjölfar bankahrunsins hér. Jónas kveðst sýna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar valdablokkir

Á bókamarkaðnum í Perlunni liggur á borðum með ritum um dulspeki, handanheima og búnaðarhætti liðinna tíða hin merka bók Valdablokkir riðlast eftir Óla Björn Kárason, fyrrum ritstjóra Viðskiptablaðsins, nú einn af ritstjórum netmiðilsins AMX.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprotakjaftæði

„Stundum verða menn þreyttir á öllu þessu sprotakjaftæði,“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og sprotamálaráðherra, á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu samn­ingar í höfn

„Fyrstu samningar eru frágengnir og íhlutir á leið til landsins,“ segir Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT á Suðurnesjum. Fyrirtækið vinnur að þróun orkusparandi lausna fyrir rafkerfi stórnotenda, svo sem frystihús og fjölveiðiskip.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland ekki lengur land heldur sjóður

Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum féll um tæp 30 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 29,39 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 203 krónum á hlut. Þá féll gengi bréfa í Icelandair Group um 3,94 prósent og Össurar um 2,12 prósent auk þess sem gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði um 1,82 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Atlantic Petroleum falla um 21,4 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 21,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í Straumi um 3,59 prósent og í Össuri um 2,29 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,67 prósent og Bakkavarar um 1,56 prósent.

Viðskipti innlent