Viðskipti innlent

Stefna á að fækka sparisjóðum um helming

Sparisjóðum á að fækka úr fjórtán í 6-8 sem verði með þéttriðið útibúanet um allt land. Þetta kom fram í máli Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, á blaðamannafundi um framtíðarsýn sparisjóðanna.

Fram kom í máli Guðmundar, að mikilvægt sé að styrkja sparisjóðina, svo sem með eiginfjárframlagi úr ríkissjóði og með kaupum á íbúðabréfum þeirra, svo þeir geti sinnt sínu nánasta umhverfi með megináherslu á einstaklinga og smærri fyrirtæki.

Í áætlun Samtakanna er gert ráð fyrir að sparisjóðirnir kaupi eða yfirtaki útibú nýju viðskiptabankanna á landsbyggðinni.

Gangi allt eftir verða einn til tveir sparisjóðir á suðurvesturhorni landsins en 4 til 6 landshlutasparisjóðir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×