Viðskipti erlent

Stýrivextir í Bretlandi aldrei lægri

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki lækkaði í dag stýrivexti og standa þeir nú í hálfu prósenti. Þeir hafa aldrei verið lægri í sögu bankans. Englandsbanki var stofnaður árið 1694.

Búist var við þessari niðurstöðu en bankinn hefur reynt til þrautar að blása lífi í breskt efnahagslíf í skugga efnahagskreppunnar sem læðst hefur yfir landið, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Stýrivextir hafa nú verið lækkaðir sex sinnum frá í október í fyrra.

Breska dagblaðið Guardian bætir því við að bankinn hafi nú orðið fá úrræði gegn kreppunni og muni hann taka að beita óhefðbundnum aðferðum í framhaldinu. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×