Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin

Úr álverinu á Grundartanga, sem Norðurál rekur.
Úr álverinu á Grundartanga, sem Norðurál rekur.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent.

Viðskipti með bréfin voru misjöfn en sex viðskipti upp á tæpar 1,2 milljónir króna eru á bak við hækkun álfélagsins en nítján upp á 192,6 milljónir með Össur.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 1,44 prósent.

Báðar Úrvalsvísitölurnar hækkuðu í enda dags. Gamla vísitalan (OMXI15) hækkaði um 1,1 prósent og endaði í 221 stigi en sú nýja um 1,44 prósent og endaði í 571 stigi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×