Píratar

Fréttamynd

Sléttu­vegur 11-13

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Píratar mælast stærri en Sjálf­stæðis­menn í borginni

Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Fengu far með löggunni á ball

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess að það er helsta ástæðan fyrir því að húsnæðisverð hækkar, hvort sem er til kaupa eða leigu.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess).

Skoðun
Fréttamynd

Fjand­sam­legur kosninga­tími

Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí.

Skoðun
Fréttamynd

Við­búinn upp­skeru­brestur

Enn og aftur þurfum við að tala um loftslagsmálin, því ríkisstjórnin virðist vera fullkomlega glórulaus og afleiðingarnar eru grafalvarlegar.

Skoðun
Fréttamynd

„Auðvitað eiga menn að mæta sem best“

Frá­farandi odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins segir að hver og einn borgar­full­trúi beri sjálfur á­byrgð á eigin mætingu á borgar­stjórnar­fundi en minnir á mikil­vægi þess að mæta sem best. For­seti borgar­stjórnar bendir á að kosninga­bar­átta falli ekki undir lög­mæt for­föll.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­börn á færi­bandinu

Úr barnastefnu Pírata: „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“

Skoðun
Fréttamynd

Geð­lyfja­notkun hjá börnum og í­búum hjúkrunar­heimila

Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum.

Skoðun
Fréttamynd

Hildur, Dagur og Dóra mætast í Pallborðinu

Tæpar tvær vikur eru til kosninga og búast má við heitum umræðum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 í dag þegar oddvitar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Pírata mætast.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið sem vildi ráða sér sjálft

Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka.

Skoðun
Fréttamynd

Einkamál innviðaráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja.

Skoðun
Fréttamynd

Sjaldan býr einn þá tveir deila

Hópbúseta, þegar margir aðilar sem eru ekki endilega tengdir fjölskylduböndum deila heimili að einhverju eða öllu leyti, hefur marga kosti fram yfir hefðbundna einangraða búsetu. Hún auðveldar fólki að deila kostnaði og eykur möguleika á samvinnu og félagslegum tengslum.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkjum fjölskyldutengslin

Börnum sem líður vel, farnast vel. Því er velferð og rödd þeirra lykilatriði í þeirra umhverfi og lífi. Píratar vilja að Reykjavík sé barnvæn borg sem styðji fjölbreyttar gerðir fjölskyldna.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er spurning um traust

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki?

Skoðun
Fréttamynd

„Því miður, en okkur er bara alveg sama“

Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Engan þarf að öfunda

Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Pantar sér oft pizzu í blindni

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag

Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins.

Skoðun