Til hamingju með 10 árin kæru Píratar - í öllum flokkum og utan Jón Þór Ólafsson skrifar 22. nóvember 2022 10:31 Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Sjá meira
Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar