Áhugaleysið uppmálað Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2022 15:30 Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð. Skýrasta dæmið eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar, sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021 – vegna þess að ríkisstjórnin lagði ekki grunn að grænni viðspyrnu samfélagsins eftir COVID-faraldurinn. Þetta sýnir svart á hvítu að ríkisstjórnin nýtti ekki árin á undan til að gera raunverulegar, varanlegar breytingar á grunnkerfum samfélagsins í þágu grænna umskipta. Í ljósi þess að áhrifa COVID gætti enn árið 2021, þegar losun jókst um 3%, má leiða að því líkur að árið 2022 geti orðið enn meiri aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Hér kristallast vandamálið sem fylgir stefnuleysi ríkisstjórnarinnar: í loftslagsmálum er ekki nóg að vona bara það besta, heldur þarf skýrar og einbeittar aðgerðir. Þrátt fyrir þetta heyrum við fátt annað en staðlausa stafi frá stjórnarmeðlimum. Matvælaráðherra skrifar furðulega grein í Morgunblaðið þar sem hún talar um dýrkeypt áhugaleysi og þörfina á því að sýna hugrekki í verki. Hefur ríkisstjórnin aldrei litið í spegil og séð eigið áhugaleysi í loftslagsmálum? Forsætisráðherra hefur einnig borið fyrir sig sem afsökun að hún hafi svikið loforð við Björk og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi – vegna þess að þörf væri á aðgerðum, ekki orðum. Orðin láta hins vegar ekki á sér standa, eins og raun ber vitni – stjórnarliðar eru afskaplega málglaðir þegar þarf að skrifa skrúðyrtar greinar um dirfsku og þor – en aðgerðirnar eru í engu samræmi við yfirlýsingarnar, losun eykst og áætlanirnar eru allar farnar í súginn. Leikritið var farsakennt í upphafi, en það stefnir óðum í að verða hreinn og beinn harmleikur. Sýnið okkur aðgerðirnar, og svo skulum við tala. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun