Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar 1. apríl 2025 09:03 Röskva fyrir hagsmuni stúdenta af landsbyggðinni. Háskólanemar af landsbyggðinni hafa lengi staðið frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem stúdentar höfuðborgarsvæðisins glíma ekki við. Húsnæðismál, samgöngumál, námsfyrirkomulag og kostnaður er áhyggjuefni margra af landsbyggðinni sem kemur niður á háskólamenntun landsfólks. Stúdentahreyfingin Röskva berst fyrir bættum kjörum stúdenta landsbyggðarinnar svo að öll geti staðið jöfnum fæti. Húsnæði fyrir stúdenta. Fyrst og fremst hefur Röskva barist fyrir betra og aðgengilegra húsnæði þar sem stúdentar af landsbyggðinni hafa forgang að stúdentaíbúðum, framboðið er þó enn of lítið og leigan of há. Á þeim 7 árum sem Röskva var í meirihluta jókst framboð um tæplega 20%. Röskva vill halda áfram að auka framboð íbúða sem fyrst og á sama tíma tryggja að leiga sé ekki lengur vísitölutengd þ.e. að leigan hækki ekki lengur á mánaðargrundvelli. Hækkanir á leigu á miðri önn eru óásættanlegur kostnaður sem íþyngir stúdentum af landsbyggðinni sem nú þegar þurfa að standa undir gríðarlegum kostnaði sem leggst ekki jafnt á þá stúdenta sem geta búið í heimahúsum. Einnig vill Röskva að öryggi stúdenta sé tryggt á stúdentagörðum með auknu myndavélaeftirliti og reglulegu eftirliti á læstum sameignarsvæðum. Námsfyrirkomulag og sveigjanleiki náms. Nám í HÍ er að mestu leyti staðnám sem veldur því að þau sem vilja stunda nám neyðast til að flytja á höfuðborgarsvæðið og burt frá sínum heimahögum. Því er erfitt að sjá fyrir sér að Háskóli Íslands sé í raun fyrir alla Íslendinga, þar sem ekki allir hafa þann möguleika á að flytja langar leiðir eða keyra langar vegalengdir daglega til að geta stundað nám. Þess vegna vill Röskva tryggja að tímar séu teknir upp og að fjarnám verði raunverulegur möguleiki sem standi til boða. Þetta felur í sér að kennarar fái betri þjálfun í kerfum skólans eins og Canvas og Panopto, og að fjárfest sé í fleiri Catchbox hljóðnemum. Einnig vill Röskva tryggja að hlutanám verði tekið upp í raunverulegri mynd svo að stúdentar geti stundað lægra námshlutfall í einu því það er ekki á færi allra að geta verið í fullu námi. Þessi möguleiki myndi bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og stjórn yfir eigin námsframvindu. Einnig vill Röskva að HÍ taki upp meira samstarf milli skóla þar sem er boðið upp á svipaðar námsleiðir. Inntökupróf og starfsnám. Röskva fagnar því að inntökupróf í læknisfræði séu nú í boði á Akureyri en við viljum að þau séu í boði á fleiri stöðum á landinu því enginn ætti að þurfa að keyra 4-8 klukkutíma til að taka inntökupróf til að stunda nám. Einnig vill Röskva að starfsnám og verknám sé í boði á fleiri stofnunum á landinu sem myndi einungis auka framboð á sérmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum sem er gríðarleg þörf á í samfélaginu og að allt verknám sé greitt. Menntasjóður námsmanna. Námslánakerfið þarf að fara í umbætur og það strax. Grunnframfærslan er einungis í kringum 100 þúsund á mánuði ásamt viðbótar 95 þúsund í húsnæðisstyrk, en það fer ekki á milli mála að 195 þúsund krónur er ekki nóg til að lifa af mánuð eftir greiðslu á leigu, reikningum og nauðsynjum. Þegar kemur að útskrift taka við afborganir með óhagstæðum vöxtum. Röskva hefur náð því í gegn nú þegar að niðurfelling lánsins sé hærri ásamt því að komið er vaxtaþak, 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum. Röskva vill hins vegar ganga enn lengra og lækka vaxtaþakið enn meira ásamt því að hækka grunnframfærsluna. Röskva vill að stúdentar hafi jafnt tækifæri að þessu jöfnunartóli, sérstaklega fyrir þá sem koma af landsbyggðinni og geta ekki búið í heimahúsum. Háskólanám er meira en 100% vinna og það ætti enginn að þurfa að sinna 200% vinnu til að ná endum saman og geta sinnt námi með góðum árangri á sama tíma. Samgöngumál. Samgöngur eru lífæð stúdenta og nú er því miður að bresta á gjaldtaka á bílastæðum við Háskólann, nokkuð sem Röskva náði að koma í veg fyrir í 7 ár í meirihluta. Röskva krefst þess að þeir stúdentar sem þurfa að vera á bíl, líkt og foreldrar eða þeir sem þurfa að fara langar vegalengdir til að komast í skólann fái undanþágu að gjaldskyldu líkt. Einnig hefur Röskva barist lengi fyrir samgöngukortum sem tryggja almenningssamgöngur eins og strætó og Hopp á hagstæðara verði. Röskva krefst þess að leiðarkerfi verði bætt ásamt fleiri ferðum og niðurgreiddum landsbyggðarstrætó. Röskva náði í gegn að næturstrætó héldi áfram þegar fella átti niður þá starfsemi og viljum við tryggja áframhaldandi viðveru hans. Þjónusta og ólögmæt skrásetningargjöld. Röskva hefur komið í veg fyrir hækkanir ólögmætra skrásetningargjalda og við munum halda áfram að beita okkur gegn þeim ásamt því að þrýsta á greiðsludreifingu þeirra. Einnig viljum við tryggja að þeir sem koma af landsbyggðinni fái aðstoð við að koma sér inn í samfélagið á höfuðborgarsvæðinu með upplýsingum um helstu þjónustu á svæðinu. Nú þegar hefur Röskva náð í gegn lækkun á lágmarksupphæð fyrir fría heimsendingu hjá Krónunni þar sem ekki er lágvöruverlsun á Háskólasvæðinu. Við viljum að lágvöruverslun opni á svæðinu sem fyrst en þessi lausn hefur komið til móts við þarfir stúdenta um nauðsynjar á eins hagstæðu verði og hægt er. Við í Röskvu höfum ávallt beitt okkur fyrir hagsmunum stúdenta af landsbyggðinni og við erum hvergi nærri hætt í baráttunni. Kjósum Röskvu 2. og 3. apríl fyrir raunverulega hagsmunabaráttu! Glódís Pálmadóttir, Gunnar Þór Snæberg Jennýjarson, Helgi James Price, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Katla Vigdís Svövu- og Vernharðsdóttir, Mathias Bragi Ölvisson, Olga Nanna Corvetto, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Viktor Viðar Valdemarsson, Þórdís Eva Einarsdóttir, Þórkatla Eggerz Tinnudóttir. Höfundar eru frambjóðendur og stjórnarmeðlimir Röskvu frá landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Röskva fyrir hagsmuni stúdenta af landsbyggðinni. Háskólanemar af landsbyggðinni hafa lengi staðið frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem stúdentar höfuðborgarsvæðisins glíma ekki við. Húsnæðismál, samgöngumál, námsfyrirkomulag og kostnaður er áhyggjuefni margra af landsbyggðinni sem kemur niður á háskólamenntun landsfólks. Stúdentahreyfingin Röskva berst fyrir bættum kjörum stúdenta landsbyggðarinnar svo að öll geti staðið jöfnum fæti. Húsnæði fyrir stúdenta. Fyrst og fremst hefur Röskva barist fyrir betra og aðgengilegra húsnæði þar sem stúdentar af landsbyggðinni hafa forgang að stúdentaíbúðum, framboðið er þó enn of lítið og leigan of há. Á þeim 7 árum sem Röskva var í meirihluta jókst framboð um tæplega 20%. Röskva vill halda áfram að auka framboð íbúða sem fyrst og á sama tíma tryggja að leiga sé ekki lengur vísitölutengd þ.e. að leigan hækki ekki lengur á mánaðargrundvelli. Hækkanir á leigu á miðri önn eru óásættanlegur kostnaður sem íþyngir stúdentum af landsbyggðinni sem nú þegar þurfa að standa undir gríðarlegum kostnaði sem leggst ekki jafnt á þá stúdenta sem geta búið í heimahúsum. Einnig vill Röskva að öryggi stúdenta sé tryggt á stúdentagörðum með auknu myndavélaeftirliti og reglulegu eftirliti á læstum sameignarsvæðum. Námsfyrirkomulag og sveigjanleiki náms. Nám í HÍ er að mestu leyti staðnám sem veldur því að þau sem vilja stunda nám neyðast til að flytja á höfuðborgarsvæðið og burt frá sínum heimahögum. Því er erfitt að sjá fyrir sér að Háskóli Íslands sé í raun fyrir alla Íslendinga, þar sem ekki allir hafa þann möguleika á að flytja langar leiðir eða keyra langar vegalengdir daglega til að geta stundað nám. Þess vegna vill Röskva tryggja að tímar séu teknir upp og að fjarnám verði raunverulegur möguleiki sem standi til boða. Þetta felur í sér að kennarar fái betri þjálfun í kerfum skólans eins og Canvas og Panopto, og að fjárfest sé í fleiri Catchbox hljóðnemum. Einnig vill Röskva tryggja að hlutanám verði tekið upp í raunverulegri mynd svo að stúdentar geti stundað lægra námshlutfall í einu því það er ekki á færi allra að geta verið í fullu námi. Þessi möguleiki myndi bjóða upp á mun meiri sveigjanleika og stjórn yfir eigin námsframvindu. Einnig vill Röskva að HÍ taki upp meira samstarf milli skóla þar sem er boðið upp á svipaðar námsleiðir. Inntökupróf og starfsnám. Röskva fagnar því að inntökupróf í læknisfræði séu nú í boði á Akureyri en við viljum að þau séu í boði á fleiri stöðum á landinu því enginn ætti að þurfa að keyra 4-8 klukkutíma til að taka inntökupróf til að stunda nám. Einnig vill Röskva að starfsnám og verknám sé í boði á fleiri stofnunum á landinu sem myndi einungis auka framboð á sérmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum sem er gríðarleg þörf á í samfélaginu og að allt verknám sé greitt. Menntasjóður námsmanna. Námslánakerfið þarf að fara í umbætur og það strax. Grunnframfærslan er einungis í kringum 100 þúsund á mánuði ásamt viðbótar 95 þúsund í húsnæðisstyrk, en það fer ekki á milli mála að 195 þúsund krónur er ekki nóg til að lifa af mánuð eftir greiðslu á leigu, reikningum og nauðsynjum. Þegar kemur að útskrift taka við afborganir með óhagstæðum vöxtum. Röskva hefur náð því í gegn nú þegar að niðurfelling lánsins sé hærri ásamt því að komið er vaxtaþak, 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum. Röskva vill hins vegar ganga enn lengra og lækka vaxtaþakið enn meira ásamt því að hækka grunnframfærsluna. Röskva vill að stúdentar hafi jafnt tækifæri að þessu jöfnunartóli, sérstaklega fyrir þá sem koma af landsbyggðinni og geta ekki búið í heimahúsum. Háskólanám er meira en 100% vinna og það ætti enginn að þurfa að sinna 200% vinnu til að ná endum saman og geta sinnt námi með góðum árangri á sama tíma. Samgöngumál. Samgöngur eru lífæð stúdenta og nú er því miður að bresta á gjaldtaka á bílastæðum við Háskólann, nokkuð sem Röskva náði að koma í veg fyrir í 7 ár í meirihluta. Röskva krefst þess að þeir stúdentar sem þurfa að vera á bíl, líkt og foreldrar eða þeir sem þurfa að fara langar vegalengdir til að komast í skólann fái undanþágu að gjaldskyldu líkt. Einnig hefur Röskva barist lengi fyrir samgöngukortum sem tryggja almenningssamgöngur eins og strætó og Hopp á hagstæðara verði. Röskva krefst þess að leiðarkerfi verði bætt ásamt fleiri ferðum og niðurgreiddum landsbyggðarstrætó. Röskva náði í gegn að næturstrætó héldi áfram þegar fella átti niður þá starfsemi og viljum við tryggja áframhaldandi viðveru hans. Þjónusta og ólögmæt skrásetningargjöld. Röskva hefur komið í veg fyrir hækkanir ólögmætra skrásetningargjalda og við munum halda áfram að beita okkur gegn þeim ásamt því að þrýsta á greiðsludreifingu þeirra. Einnig viljum við tryggja að þeir sem koma af landsbyggðinni fái aðstoð við að koma sér inn í samfélagið á höfuðborgarsvæðinu með upplýsingum um helstu þjónustu á svæðinu. Nú þegar hefur Röskva náð í gegn lækkun á lágmarksupphæð fyrir fría heimsendingu hjá Krónunni þar sem ekki er lágvöruverlsun á Háskólasvæðinu. Við viljum að lágvöruverslun opni á svæðinu sem fyrst en þessi lausn hefur komið til móts við þarfir stúdenta um nauðsynjar á eins hagstæðu verði og hægt er. Við í Röskvu höfum ávallt beitt okkur fyrir hagsmunum stúdenta af landsbyggðinni og við erum hvergi nærri hætt í baráttunni. Kjósum Röskvu 2. og 3. apríl fyrir raunverulega hagsmunabaráttu! Glódís Pálmadóttir, Gunnar Þór Snæberg Jennýjarson, Helgi James Price, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Katla Vigdís Svövu- og Vernharðsdóttir, Mathias Bragi Ölvisson, Olga Nanna Corvetto, Sigrún Ósk Hreiðarsdóttir, Viktor Viðar Valdemarsson, Þórdís Eva Einarsdóttir, Þórkatla Eggerz Tinnudóttir. Höfundar eru frambjóðendur og stjórnarmeðlimir Röskvu frá landsbyggðinni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun