Um land allt

Fréttamynd

Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sund­laugar

Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.

Innlent
Fréttamynd

Apollo-geimfarinn sem laumaði ís­lenskum peningi til tunglsins

„Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu.

Innlent
Fréttamynd

Hjalti Einars­son, stofnandi VHE, er látinn

Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947.

Innlent
Fréttamynd

Eyjakona í Grinda­vík búin að flýja ógn jarðelds í annað sinn á ævinni

Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum en sjálf býr hún núna í íbúð sem ókunnugt fólk lánaði henni.

Innlent
Fréttamynd

Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga

Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos

Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið sem fann draumaheimilið við þjóðveginn austur úr borginni

Þegar við fylgjum Hólmsá og Suðurlandsvegi austur úr borginni, upp með vatnasviði Elliðavatns, má finna leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Svæðið geymir sögu nýbýla frá vaxtarárum Reykjavíkurbæjar eftir fyrri heimsstyrjöld og einnig stríðsminjar úr síðari heimsstyrjöld.

Lífið
Fréttamynd

Segir borgarbúa lánsama að hafa aðgang að góðu vatni

„Þú lifir ekki án vatns. Og við erum alveg rosalega lánsöm hérna á höfuðborgarsvæðinu hvað við höfum góðan aðgang í gott vatn. En það þarf að halda því við,“ segir Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður vatnsverndarsvæðanna í Heiðmörk, en hann er starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn

„Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn.

Lífið
Fréttamynd

Býður fundarlaun þeim sem getur bent á brennuvarg við Elliðavatn

Guðmundur Unnsteinsson, sem varð fyrir því um síðustu áramót að kveikt var í bústaðnum hans á Þingnesi við Elliðavatn, býður hverjum þeim fundarlaun sem veitt getur upplýsingar um brennuvarginn. Tveir bústaðir við vatnið brunnu til grunna í kringum síðustu áramót og virðist sem um vel skipulagðan ásetning hafi verið að ræða en ekki óviljaverk óreglufólks.

Innlent
Fréttamynd

Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk

Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar

„Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk.

Lífið