Hafa tröllatrú á fjórðungnum og opna heilsárshótel í Sælingsdal Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2023 21:51 Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson reka Dalahótel að Laugum í Sælingsdal. Egill Aðalsteinsson Eftir meira en tveggja áratuga óvissu um framtíð skólabygginganna að Laugum í Sælingsdal er búið að opna þar heilsárshótel. Hótelhaldarar segjast hafa tröllatrú á ferðaþjónustu á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Dalabyggð heimsótt en skólahaldi lauk í Sælingsdal um síðustu aldamót. Síðan hafa hinar veglegu byggingar að Laugum fyrst og fremst nýst sem sumarhótel. Núna er orðin breyting á. „Hér undanfarin ár hefur bara verið opið þrjá mánuði á ári. En við viljum taka á móti ferðamönnum, gestum og gangandi, innlendum og erlendum, allan ársins hring,“ segir Halldóra Árnadóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Karli B. Örvarssyni, rekur núna Dalahótel að Laugum í samstarfi við Þorvald, bróður Halldóru, og eiginkonu hans, Kamillu Reynisdóttur. Frá Laugum í Sælingsdal. Þar lauk skólahaldi um síðustu aldamót.Egill Aðalsteinsson Þau tóku staðinn á kaupleigu frá Dalabyggð í fyrrahaust, byrjuðu á tiltekt og endurbótum en prófuðu samt að hafa hótelið opið inn í veturinn. „Við sáum það fljótt, og sjáum það bara í dag, að það er algjörlega grundvöllur fyrir því, bara eins og bókanir eru núna fram í desember,“ segir Karl. Þau ætla þó að hafa lokað í janúar og febrúar í vetur og nota tímann til innanhússframkvæmda. Setustofan á hótelinu í SælingsdalEgill Aðalsteinsson „Ástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að við höfum tröllatrú á Vesturlandinu og Vestfjörðunum. Þeir eiga svo mikið inni,“ segir Karl. Boðið er upp á 22 herbergi með sérbaði en einnig 24 herbergi með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. En hverjir gista að Laugum að vetri? „Mest Íslendingar. Þetta er mikið hópar,“ svarar Karl. Sögusvið Dalanna segja þau trekkja að. „Hérna er náttúrlega Sturlunga, Laxdæla, Auður djúpúðga. Og svo höfum við bara út um gluggann dómkirkju álfanna, Tungustapa. Þannig að það er í rauninni saga við hvert fótmál,“ segir Halldóra. Tjaldsvæði er rekið samhliða hótelinu.Egill Aðalsteinsson Það eru þó einkum útlendingarnir sem sækja í Guðrúnarlaug, sem opin er alla daga. Íslendingar kjósa fremur sundlaugina, en að vetri segjast þau hafa hana opna þrjá daga í viku og eru sveigjanleg þegar gesti ber að garði. „Svo eru náttúrlega líka gönguhópar og hjólreiðahópar. Þessir útivistarhópar koma líka til okkar og dvelja jafnvel í nokkra daga,“ segir Halldóra. Þau eru með 12 starfsmenn í vetur en þeir voru 24 mest í sumar og margir koma úr sveitinni. Þau segja Dalamenn gleðjast að sjá líf færast í byggingarnar að vetri. „Heldur betur. Það er ekki annað hægt að segja en að við höfum fengið mjög hlýjar og góðar móttökur hérna. Og það eru miklar væntingar til staðarins og fólk fagnar því að hér skuli vera heilsársstarf,“ segir Halldóra. „Já, Dalamenn hafa tekið vel á móti okkur,“ segir Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2017 lýsti Svavar Gestsson hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn til að treysta byggð í Dalasýslu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Dalabyggð Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Færa sig frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Fráfarandi rekstaraðilar skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði hafa samið við Dalabyggð um að taka ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal á kaupleigu. Þar ætla þeir að reka ferðaþjónustu frekar en skólabúðir. 2. ágúst 2022 08:10
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54