Innlent

Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hrafnhildur Árnadóttir, formaður Félags fjallahjólara í Ölfusi.
Hrafnhildur Árnadóttir, formaður Félags fjallahjólara í Ölfusi. Arnar Halldórsson

Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum.

Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá gamalli grjótnámu utan við byggðina í Þorlákshöfn en þar þeystist hópur barna um á reiðhjólum. Hér er kominn fjallahjólagarður, sem Félag fjallahjólara í Ölfusi stendur að.

„Þetta félag var stofnað í raun í kringum uppbyggingu á þessum fjallahjólagarði eftir að hugmyndin spratt um að gera fjallahjólagarð hérna,“ segir Hrafnhildur Árnadóttir, formaður Félags fjallahjólara í Ölfusi.

Fjallahjólagarðurinn er í gamalli grjótnámu skammt utan við byggðina í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson

Yfir eitthundrað manns eru í félaginu og þá eru börn ekki talin með. Þegar við vorum á staðnum sáum við aðallega stráka á aldrinum milli átta og tíu ára en Hrafnhildur segir okkur að brautin sé notuð af fólki á öllum aldri, og ekki síður aðkomufólki, eins og fram kemur í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:

Einnig er sagt frá fjallahjólagarðinum í næsta þætti Um land allt í kvöld, mánudagskvöld, sem fjallar um Þorlákshöfn. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×