Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Opið þing­hald í fimmta nauðgunar­máli „með­höndlara“

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bryn­dís í upp­námi í dóm­sal: „Allt í einu var hún bara um­snúin“

Bryn­dís Schram, eigin­kona Jóns Bald­vins Hannibals­sonar, virtist vera í tals­verðu upp­námi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðs­sak­sóknara gegn Jóni Bald­vini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Car­menar Jóhanns­dóttur í matar­boði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018.

Innlent
Fréttamynd

Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að fjarlægja verju í miðjum klíðum

Ólöglegt er nú að fjarlægja smokk án samþykkis samkvæmt nýjum lögum sem ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum staðfesti í síðustu viku. Kalifornía varð þá fyrsta ríkið til að banna slíkt hátterni

Erlent
Fréttamynd

Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Stað­festu dóm fyrir brot gegn stjúp­syni

Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin.

Innlent
Fréttamynd

Með and­litið í blóð­polli

Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sátt við frétt­a­flutn­ing um þukl Thick­e

Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið.

Lífið
Fréttamynd

Vill koma fleiri nauðgurum bakvið lás og slá

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að dómskerfi landsins hefði ekki reynst fórnarlömbum nauðgana vel. Johnson hét því að gera endurbætur svo fleiri nauðgarar enduðu bakvið lás og slá.

Erlent