Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2021 20:11 Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Vísir Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa verið vígvöllur umræðunnar um kynferðisofbeldi, sem oft á tíðum verður mjög heiftug, enda er um mjög mikið tilfinningamál að ræða. Þerapistinn Sigurbjörg Sara Bergsdóttir hefur fundið fyrir áhrifum umræðunnar á eigin skinni, en til hennar hafa leitað bæði gerendur og þolendur, og fólk sem hefur lent í ólgusjó internetsins. Fólk sem þorir ekki lengur að hafa skoðanir. Hún segir það aldrei eðlilegt að fólk sé hrætt við að tala. „Fólk er hrætt við að tala og spyr „bíddu kemur þá gusan á mig?“ Ég heyri það bara að þetta er erfitt fyrir fólk, hvernig umræðan er, því hún er svolítið hömlulaus. Það er kannski heldur ekki eitthvað sem við viljum. Fólk er að kalla eftir meira jafnvægi inn í umræðuna og einhvers konar ramma, við getum ekki bara vaðið áfram og gert bara eitthvað,“ segir Sigurbjörg. Mikilvægt að vanda sig Sigurbjörg segir að kynferðisbrot hafi gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk. Hins vegar megi ekki gleyma því að orð geti líka verið ofbeldi. „Þá erum við að beita ofbeldi út af öðru ofbeldi. Og það er kannski eitthvað sem við þurfum að vara okkur á, að hafa umræðuna í jafnvægi af því að það eru börn og menn og konur að verða fyrir ofbeldi. Það eru ekki bara konur, það eru ekki bara menn, það er bara fullt af fólki að lenda í þessu og það er það sem er grafalvarlegt og þarf að taka tillit til,“ segir Sigurbjörg. „Fólk hefur tekið líf sitt út af svona. Fólk hefur misst vinnu, fólk hefur misst maka - bara alls konar og er kannski í margra ára baráttu við kerfið. Svo kannski kemur það í ljós að það var saklaust allan tímann. Þannig að það er mikilvægt að það komi fram að við verðum að vanda okkur að taka allan hringinn, ekki bara bút úr honum. Við þurfum að skoða hlutina í réttu samhengi og ekki endilega gefa okkur alltaf að hlutirnir séu bara eins og er sagt. Það eru alltaf fleiri hliðar og það er bara ákveðin viska að nálgast hluti þannig.“ Ákall um að stjórnvöld bregðist við Kynferðisofbeldi getur varðað allt að sextán ára fangelsisvist, og í laganna skilningi er jafn alvarlegt brot og manndráp. Refsiramminn hefur hins vegar aldrei verið nýttur til fulls. Nú er ákall um að stjórnvöld taki við keflinu og bregðist við. „Hvernig samfélag viljum við vera? Ég veit það alveg að það er fullt af góðu fólki sem hefur gert ljóta hluti. Það er fullt af fólki sem hefur kannski orðið fyrir ofbeldi, fer svo að beita aðra ofbeldi en þetta er ekki vont fólk. En hvað eigum við að gera við það fólk? Eigum við að finna bara einhverja eyju og henda öllum þangað sem hafa gert eitthvað og þeir eiga ekki afturkvæmt? Það er einn valmöguleiki. Viljum við það? Eða viljum við að fólk kannski fái hjálp og fái samt bara að vera til eða á bara að aflífa það alveg?“ segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir þerapisti.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00