Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 15:27 Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson hafa starfað saman um áratugaskeið. Nú starfa þau aðeins saman að nafninu til. Vísir/Vilhelm Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því skömmu fyrir jól að hann væri kominn aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara, eftir hafa verið frá störfum frá því síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Frá því að hann kom aftur til starfa, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að verða ekki við kröfu Sigríðar um að honum yrði vikið úr starfi, hafi hann ekki fengið neinum verkefnum úthlutað. Þannig hafi hann mætt til vinnu en ekki haft neitt fyrir stafni. Fyrir það fær hann full laun. Ekkert nýtt í málinu mánuði síðar Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús ekkert nýtt að frétta af skrifstofu Ríkissaksóknara, hann fái enn engum verkefnum úthlutað. „Boltinn er hjá ráðherra,“ segir hann. Sá ráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Hún fékk málið í fangið þegar ný ríkisstjórn var mynduð rétt fyrir jól. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að sú staða sem væri uppi hjá embættinu gæti ekki staðið í langan tíma. Bagalegt væri að þau Helgi Magnús og Sigríður gætu ekki unnið saman. Búin að taka einn fund Þorbjörg Sigríður sagði á dögunum að hún hefði fundað með þeim Helga Magnúsi og Sigríði um málið. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ræddi hún við Heimi Má Pétursson fréttamann og sagði í raun ekkert nýtt að frétta af málinu. Hún hefði ekki fundað aftur með aðilum málsins. Málið væri til í vinnslu inni í ráðuneytinu og starfsmenn þess að rýna í möguleika í stöðunni. Ljóst væri að afgreiðsla þess megi ekki taka of langan tíma. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því skömmu fyrir jól að hann væri kominn aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara, eftir hafa verið frá störfum frá því síðasta sumar, fyrst að kröfu Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Frá því að hann kom aftur til starfa, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra ákvað að verða ekki við kröfu Sigríðar um að honum yrði vikið úr starfi, hafi hann ekki fengið neinum verkefnum úthlutað. Þannig hafi hann mætt til vinnu en ekki haft neitt fyrir stafni. Fyrir það fær hann full laun. Ekkert nýtt í málinu mánuði síðar Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús ekkert nýtt að frétta af skrifstofu Ríkissaksóknara, hann fái enn engum verkefnum úthlutað. „Boltinn er hjá ráðherra,“ segir hann. Sá ráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Hún fékk málið í fangið þegar ný ríkisstjórn var mynduð rétt fyrir jól. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu að sú staða sem væri uppi hjá embættinu gæti ekki staðið í langan tíma. Bagalegt væri að þau Helgi Magnús og Sigríður gætu ekki unnið saman. Búin að taka einn fund Þorbjörg Sigríður sagði á dögunum að hún hefði fundað með þeim Helga Magnúsi og Sigríði um málið. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ræddi hún við Heimi Má Pétursson fréttamann og sagði í raun ekkert nýtt að frétta af málinu. Hún hefði ekki fundað aftur með aðilum málsins. Málið væri til í vinnslu inni í ráðuneytinu og starfsmenn þess að rýna í möguleika í stöðunni. Ljóst væri að afgreiðsla þess megi ekki taka of langan tíma.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira