Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. janúar 2025 07:30 Mikill snjór féll á Austfjörðum síðustu daga en nú horfir til betri vegar. Landsbjörg Veður er orðið með skaplegasta móti á Austfjörðum og nóttin var tíðindalítil að sögn Magna Hreins Jónssonar ofanflóðasérfræðings hjá Veðurstofunni sem fylgdist með í nótt. Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira