„Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 13:14 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Bylgjan Hart var tekist á í umræðu um kynferðisofbeldi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu málin. „Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð,“ segir Hanna. „Sigurður stendur, og stóð, fyrir herferð gegn þolanda kynferðisofbeldis og það að lýsa sig saklausan af því er algjörlega fráleitt.“ Hanna segir áhugavert að sjá muninn á því hvernig umræðan er þegar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi að ræða, ólíkt því þegar rætt er um annars konar ofbeldi. Viðbrögðin séu allt öðruvísi og sökin sett á þolendur. Svona hafi þetta verið lengi. „Gleymum því aldrei að það er verið að biðja um réttlæti. Ef þú ætlar að komast yfir ofbeldi þá verðurðu að fá viðurkenningu á því að þú hafir verið beittur ofbeldi og það sé sannarlega ekki þér að kenna. Samfélagið hefur látið það í veðri vaka gagnvart þolendum og þeir hafa setið í þjáningu sinni og myrkrinu þangað til núna,“ segir Hanna Björg. „Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð“ Hanna segir að orðræða Sigurðar sé til þess fallin að draga máttinn úr þolendum. Verið sé að gera umræðunni óleik og gjörðir Sigurðar lagi ekki neitt. Þvert á móti. „Þú veist ekki einu sinni skilgreiningu á hugtökum, sem er mjög einfalt að gúggla. Að sitja þarna í einhverju forréttindasæti og ætla að segja konum hvernig þær tala saman. Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð,“ segir Hanna Björg. Sigurður játar því að það halli á þolendur í málaflokki kynferðisofbeldis en beina þurfi gagnrýninni á ríkisvaldið. Megininntakið hljóti að felast í því að reyna að leiða hið sanna og rétta í ljós. Það verði þó ekki gert með upphrópunum. „Ég er ekki forréttindapési“ Hanna segir Sigurð hafa áhyggjur af því að vera ekki lengur í forréttindastöðu. Sambærileg staða hafi komið upp á öllum sviðum samfélagsins. Konur séu taldar vera með yfirgang og frekju, þegar þær krefjast sömu réttinda og karlar. Hanna segist ekki geta gert annað en hlegið að Sigurði. „Ég er ekki forréttindapési. Ég tek að mér mál fyrir bæði kyn, og öll kyn, og gæti hagsmuna minna skjólstæðinga að fremsta megni. Það er það eina sem ég geri,“ segir Sigurður. „Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ „Það eru til hér afskaplega hljóðlátar konur sem hafa unnið mjög gott verk við að reyna að bæta hlut þolenda í kynferðisbrotum. Það eru til lögmenn sem hafa unnið mjög gott starf þar. Þær eru ekkert alltaf hrópandi úti á torgum,“ heldur Sigurður áfram. Hanna Björg segir Sigurð vera að þagga niður í konum og þolendum með orðræðunni en Sigurður heldur fast í réttarríkishugtakið. Hann segist ekki vera að reyna að reka þolendur ofbeldis ofan í holu. „Auðvitað skiptir réttarríkið máli en það virkar bara ekki fyrir þolendur. Það vitum við. Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Viðmælendur Kristjáns eru með gjörólíkar skoðanir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð,“ segir Hanna. „Sigurður stendur, og stóð, fyrir herferð gegn þolanda kynferðisofbeldis og það að lýsa sig saklausan af því er algjörlega fráleitt.“ Hanna segir áhugavert að sjá muninn á því hvernig umræðan er þegar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi að ræða, ólíkt því þegar rætt er um annars konar ofbeldi. Viðbrögðin séu allt öðruvísi og sökin sett á þolendur. Svona hafi þetta verið lengi. „Gleymum því aldrei að það er verið að biðja um réttlæti. Ef þú ætlar að komast yfir ofbeldi þá verðurðu að fá viðurkenningu á því að þú hafir verið beittur ofbeldi og það sé sannarlega ekki þér að kenna. Samfélagið hefur látið það í veðri vaka gagnvart þolendum og þeir hafa setið í þjáningu sinni og myrkrinu þangað til núna,“ segir Hanna Björg. „Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð“ Hanna segir að orðræða Sigurðar sé til þess fallin að draga máttinn úr þolendum. Verið sé að gera umræðunni óleik og gjörðir Sigurðar lagi ekki neitt. Þvert á móti. „Þú veist ekki einu sinni skilgreiningu á hugtökum, sem er mjög einfalt að gúggla. Að sitja þarna í einhverju forréttindasæti og ætla að segja konum hvernig þær tala saman. Vitið þið það, ég bara á ekki til eitt einasta orð,“ segir Hanna Björg. Sigurður játar því að það halli á þolendur í málaflokki kynferðisofbeldis en beina þurfi gagnrýninni á ríkisvaldið. Megininntakið hljóti að felast í því að reyna að leiða hið sanna og rétta í ljós. Það verði þó ekki gert með upphrópunum. „Ég er ekki forréttindapési“ Hanna segir Sigurð hafa áhyggjur af því að vera ekki lengur í forréttindastöðu. Sambærileg staða hafi komið upp á öllum sviðum samfélagsins. Konur séu taldar vera með yfirgang og frekju, þegar þær krefjast sömu réttinda og karlar. Hanna segist ekki geta gert annað en hlegið að Sigurði. „Ég er ekki forréttindapési. Ég tek að mér mál fyrir bæði kyn, og öll kyn, og gæti hagsmuna minna skjólstæðinga að fremsta megni. Það er það eina sem ég geri,“ segir Sigurður. „Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ „Það eru til hér afskaplega hljóðlátar konur sem hafa unnið mjög gott verk við að reyna að bæta hlut þolenda í kynferðisbrotum. Það eru til lögmenn sem hafa unnið mjög gott starf þar. Þær eru ekkert alltaf hrópandi úti á torgum,“ heldur Sigurður áfram. Hanna Björg segir Sigurð vera að þagga niður í konum og þolendum með orðræðunni en Sigurður heldur fast í réttarríkishugtakið. Hann segist ekki vera að reyna að reka þolendur ofbeldis ofan í holu. „Auðvitað skiptir réttarríkið máli en það virkar bara ekki fyrir þolendur. Það vitum við. Hvar er þá réttarríkið fyrir þolendur?“ spyr Hanna Björg Vilhjálmsdóttir. Viðmælendur Kristjáns eru með gjörólíkar skoðanir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent